David Guetta heldur tónleika á Íslandi Ugla Egilsdóttir skrifar 24. janúar 2014 23:45 Heiðar Austmann hefur unnið á FM 957 í bráðum sextán ár. „Við ætlum að fagna 25 ára afmæli FM 957 allt þetta ár,“ segir Heiðar Austmann. „Afmælið nær hámarki þann 16. júní, sem er daginn fyrir 17. júní, eins og gefur að skilja. Þá fáum við til okkar David Guetta sem verður með risatónleika í Laugardalshöll.“ Heiðar segir það ekki vera neinn smá feng að fá David Guetta til landsins. „Hann er langstærsti plötusnúður heims,“ segir Heiðar. Heiðar þakkar þessa heppni vináttu David Guetta við DJ Tiesto. „DJ Tiesto spilaði í Vodafone-höllinni í fyrra. Hann er góður vinur David Guetta. Þegar kom að því að velja listamann fyrir afmælishátíðina var hringt í Tiesto. Hann var beðinn um hugmyndir að listamönnum. Hann sagðist vita til þess að David Guetta langaði að koma til Íslands, og síðan tókst fljótlega að ganga frá samningum við David,“ segir Heiðar. Heiðar hefur unnið á FM 957 síðan árið 1998. „Þetta er mitt sextánda ár,“ segir Heiðar. „Ég var tuttugu og eins árs strákpjakkur þegar ég byrjaði. Algjör spaði. Eftir fyrstu vaktina ætlaði ég að reyna að komast fram fyrir á skemmtistöðum, sem gekk ekkert voðalega vel, ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Heiðar. Heiðar segist hafa skottast á vinsælan stað í miðbænum beint eftir vakt og labbað fram fyrir alla í röðinni beint að dyraverðinum. „Þá mælti ég þau fleygu orð sem ég hef skammast mín fyrir síðan: „Veistu ekki hver ég er? Ég er Heiðar Austmann á FM 957.“ Ég sem var bara bara búinn að vinna eina vakt. Þessi dyravörður – sem er góður vinur minn í dag – sagði mér að grjóthalda kjafti og drulla mér aftast í röðina. Hann hafði ekki hugmynd um hver ég var. Þetta var ágætis lexía í því að maður er ekki alltaf eins heitur og maður heldur,“ segir Heiðar, sem kveðst hafa þroskast eftir þetta. Þegar FM fór fyrst í loftið var það til húsa í Hamraborginni í pínulitlu húsnæði. „Þá var útvarpið og skrifstofan í sama herberginu,“ segir Heiðar. „Það var mjög heimilislegt og hrátt. Richard Scope og Konráð Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, stofnuðu útvarpsstöðina. Kiddi Bigfoot á líka mikinn heiður fyrir sín störf fyrir FM957,“ segir Heiðar. Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Við ætlum að fagna 25 ára afmæli FM 957 allt þetta ár,“ segir Heiðar Austmann. „Afmælið nær hámarki þann 16. júní, sem er daginn fyrir 17. júní, eins og gefur að skilja. Þá fáum við til okkar David Guetta sem verður með risatónleika í Laugardalshöll.“ Heiðar segir það ekki vera neinn smá feng að fá David Guetta til landsins. „Hann er langstærsti plötusnúður heims,“ segir Heiðar. Heiðar þakkar þessa heppni vináttu David Guetta við DJ Tiesto. „DJ Tiesto spilaði í Vodafone-höllinni í fyrra. Hann er góður vinur David Guetta. Þegar kom að því að velja listamann fyrir afmælishátíðina var hringt í Tiesto. Hann var beðinn um hugmyndir að listamönnum. Hann sagðist vita til þess að David Guetta langaði að koma til Íslands, og síðan tókst fljótlega að ganga frá samningum við David,“ segir Heiðar. Heiðar hefur unnið á FM 957 síðan árið 1998. „Þetta er mitt sextánda ár,“ segir Heiðar. „Ég var tuttugu og eins árs strákpjakkur þegar ég byrjaði. Algjör spaði. Eftir fyrstu vaktina ætlaði ég að reyna að komast fram fyrir á skemmtistöðum, sem gekk ekkert voðalega vel, ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Heiðar. Heiðar segist hafa skottast á vinsælan stað í miðbænum beint eftir vakt og labbað fram fyrir alla í röðinni beint að dyraverðinum. „Þá mælti ég þau fleygu orð sem ég hef skammast mín fyrir síðan: „Veistu ekki hver ég er? Ég er Heiðar Austmann á FM 957.“ Ég sem var bara bara búinn að vinna eina vakt. Þessi dyravörður – sem er góður vinur minn í dag – sagði mér að grjóthalda kjafti og drulla mér aftast í röðina. Hann hafði ekki hugmynd um hver ég var. Þetta var ágætis lexía í því að maður er ekki alltaf eins heitur og maður heldur,“ segir Heiðar, sem kveðst hafa þroskast eftir þetta. Þegar FM fór fyrst í loftið var það til húsa í Hamraborginni í pínulitlu húsnæði. „Þá var útvarpið og skrifstofan í sama herberginu,“ segir Heiðar. „Það var mjög heimilislegt og hrátt. Richard Scope og Konráð Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, stofnuðu útvarpsstöðina. Kiddi Bigfoot á líka mikinn heiður fyrir sín störf fyrir FM957,“ segir Heiðar.
Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira