Fyrsti íslenski mjöðurinn: „Þetta er allt annar drykkur en bjór“ Hrund Þórsdóttir skrifar 24. janúar 2014 20:00 Það er bóndadagur og fyrsti mjöðurinn, Kvasir, kom á íslenskan markað í dag í takmörkuðu upplagi, rúmlega þrjú þúsund flöskur. Bruggmeistararnir í Borg brugghúsi leggja áherslu á að mjöður sé ekki bjór. „Þetta er allt annar drykkur. Mjöður er gerjað hunang og eina líkingin þarna á milli er orðið sjálft. Málnotkunin á Íslandi hefur orðið þannig að mjöður er samheiti yfir bjór en í raun endar líkingin þar,“ segir Valgeir Valgeirsson og Sturlaugur Jón Björnsson tekur undir. „Bjórinn er sykurlögur sem er unninn úr korni sem er síðan gerjað.“ Og verðum við ofsalega skáldleg og klár af því að drekka þetta? „Já já, eins og stendur í fornsögunum,“ segir Sturlaugur. Í Snorra-Eddu segir frá Kvasi sem var skapaður úr hráka ása og vana og vissi hann svör við öllu. Dvergarnir Fjalar og Galar drápu hann, blönduðu hunangi við blóðið og brugguðu mjöð: Ok varð þar af mjöðr sá, er hverr, er af drekkr, verðr skáld eða fræðamaðr. (Úr Snorra-Eddu). Í meðfylgjandi myndskeiði smakka fréttamaður Stöðvar 2 og bjórsérfræðingur Vísis mjöðinn góða sem kemur skemmtilega á óvart. Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Úlfar Linnet Tengdar fréttir Sala þorrabjórs hefst í dag Sjö tegundir í boði fyrir bjórþyrsta. 24. janúar 2014 15:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Það er bóndadagur og fyrsti mjöðurinn, Kvasir, kom á íslenskan markað í dag í takmörkuðu upplagi, rúmlega þrjú þúsund flöskur. Bruggmeistararnir í Borg brugghúsi leggja áherslu á að mjöður sé ekki bjór. „Þetta er allt annar drykkur. Mjöður er gerjað hunang og eina líkingin þarna á milli er orðið sjálft. Málnotkunin á Íslandi hefur orðið þannig að mjöður er samheiti yfir bjór en í raun endar líkingin þar,“ segir Valgeir Valgeirsson og Sturlaugur Jón Björnsson tekur undir. „Bjórinn er sykurlögur sem er unninn úr korni sem er síðan gerjað.“ Og verðum við ofsalega skáldleg og klár af því að drekka þetta? „Já já, eins og stendur í fornsögunum,“ segir Sturlaugur. Í Snorra-Eddu segir frá Kvasi sem var skapaður úr hráka ása og vana og vissi hann svör við öllu. Dvergarnir Fjalar og Galar drápu hann, blönduðu hunangi við blóðið og brugguðu mjöð: Ok varð þar af mjöðr sá, er hverr, er af drekkr, verðr skáld eða fræðamaðr. (Úr Snorra-Eddu). Í meðfylgjandi myndskeiði smakka fréttamaður Stöðvar 2 og bjórsérfræðingur Vísis mjöðinn góða sem kemur skemmtilega á óvart.
Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Úlfar Linnet Tengdar fréttir Sala þorrabjórs hefst í dag Sjö tegundir í boði fyrir bjórþyrsta. 24. janúar 2014 15:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira