Lífið

Svona færðu six pakk

Ellý Ármanns skrifar
Sveinn Már Ásgeirsson og Saulius Genutis.
Sveinn Már Ásgeirsson og Saulius Genutis.
Sveinn Már Ásgeirsson 23 ára nemi í hugbúnaðarverkfræði í Háskóla Íslands fræðir lesendur Lífsins hvernig hann fór að því að fá grjótharða magavöðva sem sjá má á myndinni. 

Hver er lykillinn að þessum magavöðvum sem sjá má á myndinni? ,,Það er að komast fyrir neðan ákveðna fituprósentu, það er lykillinn. Flestir eru með þá til. Mér finnst ekkert vit í að taka kviðinn á hverjum degi til að fá magavöðva. Ég tek þá kannski einu sinni til tvisvar í viku," segir Sveinn sem mætir í líkamsræktina fimm daga vikunnar.



Sveinn keppti í fitness í unglingaflokki.Mynd/Kristján Freyr Þrastarson
Skiptir mataræðið máli?  ,,Já, það gerir það. Ég borða mjög einhæft. Ég elda alltaf fyrir næsta dag, þá kvöldið áður. Mér finnst best að vera alltaf í sömu í rútínu. Þá borða ég hafragraut á morgnana, kjúkling, hakk, hrísgrjón og sætar kartöflur. Svo borða ég skyr, banana eða möndlur í millimál. Fyrir svefninn fæ ég mér prótein frá Fitness sport.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.