Tónlist

Syngur Eurovision-slagara á ótal tungumálum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söng- og leikkonan Sigga Eyrún er í viðtali á vefsíðunni Esc Norge þar sem hún kynnir sig og framlag sitt til undankeppni Eurovision, Lífið kviknar á ný.

Í lok viðtalsins syngur Sigga síðan Eurovision-lagið Ein bißchen Frieden sem var samið af þýsk-enska dúettinum Ralph Siegel og Bernd Meinunger og fyrst flutt í Eurovision-keppninni á Englandi árið 1982.

Sigga flytur lagið á ótal tungumálum og nýtur aðstoðar síns heittelskaða, Karls Olgeirssonar á gítar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×