Lífið

Fær innblástur frá sjöunda áratugnum

Marín Manda skrifar
Fréttablaðið/Vilhelm
Hugrún Harðardóttir hárgreiðslumeistari á Slippnum á skólavörðustíg er mikil tískudrottning.

Þegar kemur að fatavali lítur hún aftur í tímann í kringum 1970 og sækir innblástur í Anitu Pallenberg, Bridget Bardot, Edie Sedgwick, Twiggy og fleiri.

19. aldar tískan heillar jafnan með litlum aðskornum jökkum og skósíðum pilsum. Mikilvægt er að sniðin passi vel og efnin séu góð.

„Ég fékk þessa fölbleiku vintage-blússu í viktorískum stíl í Rokki og rósum sem því miður var lokað. Þaðan eru margar af mínum fallegustu flíkum."
„Vinkona mín keypti fyrir mig dökkbrúnar leðurstuttbuxur í H&M í París í vor sem eru mjög þægilegar. Ég er orðin mjög þreytt á öllu skrautbóludóti en í þessu tilfelli finnst mér það virka. Þetta eru algjörar rock´n´roll partíbuxur."
„Ég fékk í jólagjöf frá manninum mínum hnéhá, uppreimuð, appelsínubrún leðurstígvél frá Chie Mihara sem eru algjör dásemd bæði að horfa á og ganga í. Ég á þó nokkra skó frá henni og elska þá alla. Henni tekst að búa til gordsjös skvísuskó sem er hægt að þramma á frá morgni til kvölds án þess að finna fyrir fótunum."
„Mamma prjónaði á mig þetta svarta og hvíta hnésíða poncho með kögri. Ég keypti á eBay uppskrift að poncho frá 1970 sem við höfðum til hliðsjónar en annars þurfti mamma nánast að skálda það vegna sérþarfa minna og henni tókst mjög vel upp."
„Mamma prjónaði á mig þetta svarta og hvíta hnésíða poncho með kögri. Ég keypti á eBay uppskrift að poncho frá 1970 sem við höfðum til hliðsjónar en annars þurfti mamma nánast að skálda það vegna sérþarfa minna og henni tókst mjög vel upp."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.