Lífið

"Ég mundi eftir þessum skrattans degi í hádeginu"

Ellý Ármanns skrifar
Lára Björg, Tinna, Margrét, Yesmine og Díana.
Lára Björg, Tinna, Margrét, Yesmine og Díana.
Það er bóndadagurinn í dag, fyrsti dagur Þorra. Við heyrðum að því tilefni í nokkrum íslenskum kjarnakonum og spurðum þær hvað þær gerðu eða plana að gera fyrir betri helminginn í dag. Svörin komu skemmtilega á óvart.

Lára Björg Björnsdóttir fjölmiðlakona og rithöfundur

„Ég mundi eftir þessum skrattans degi í hádeginu svo ætli maður hætti ekki aðeins fyrr í vinnunni í dag, dúndrist heim að þrífa, set blóm í alla vasa, pússa silfrið, vatnsgreiði börnunum og síðan steiki ég eitthvað á pönnu. Ég á svo heppinn mann að stundum þegar ég hugsa um það þá tárast ég."

Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi

„Ég keypti skinkuhorn og tók mér frí frá prófkjörsbarráttu og leigði myndina „The Butler" og sátum við hjónin áðan og grétum. Í kvöld ætla ég í leikhús með Sigríðir Björk vinkonu minni."


Tinna Hrafnsdóttir leikkona 

„Bóndagshátíðarhöldin teygja sig yfir tvo daga í þetta skiptið. Ég býð honum í bröns í dag og knúsa og kyssi að sjálfsögðu extra mikið Svo annað kvöld, þegar tvíburarnir okkar eru sofnaðir, ætlum við að elda saman rómantískan kvöldverð heima þar sem yfirskriftin er villibráð sem er hans uppáhald."

Yesmine Olsson sjonvarpskokkur 

Ég er búin að kaupa bjór og ætla að elda eitthvað sjóðheitt eða eitthvað sem ég veit að hann fílar í botn. Annars reyni ég að koma honum á óvart aðra daga en á bóndadaginn. En ég ætla að gera eitthvað kósí og að sjálfsögðu ætla ég að elda eitthvað gott fyrir hann."

Díana Bjarnadóttir stílisti

„Honum þykir fátt betra en sviðakjammar og heimaeldaður matur enda sveitamaður þannig að á bóndadaginn fær hann alltaf þorrabakka frá mér og er alsæll."







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.