Lífið

Hefur ekki snert kolvetni í fjóra mánuði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian, 33 ára, vinnur nú í því að grenna sig áður en hún gengur í það heilaga með rapparanum Kanye West, 36 ára. Samkvæmt heimildum InTouch Weekly vill Kim vera mjórri en áður en hún varð ólétt af dótturinni North sem kom í heiminn í júní í fyrra.

Að sögn vina stjörnunnar fer hún í ræktina í þrjá tíma á dag og er á Atkins-kúrnum.

„Hún játar að hún hafi varla snert á kolvetnum í nánast fjóra mánuði,“ segir heimildarmaður InTouch Weekly. Sögurnar segja að Kim og Kanye ætli að ganga í það heilaga á árinu.

„Hún vill vera í stærð núll þegar hún giftir sig. Hún telur allar kaloríur.“

Glæsileg Kim.
Flott fjölskylda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.