Lífið

Ég svaf ekki hjá Tom Cruise

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Melissa Gilbert, 49 ára, er þekktust fyrir að leika í þáttunum Húsið á sléttunni. Hún var ansi opin í viðtali á dögunum í sjónvarpsþættinum Watch What Happens Live á stöðinni Bravo. Hún sagði meðal annars frá því þegar hún deitaði leikarann Tom Cruise áður en hann varð frægur.

„Hann hét enn Tom Mapother þegar við deituðum. Hann var nýfluttur til Los Angeles. Ég svaf ekki hjá honum. Við keluðum en það var í alvöru ekkert kynlíf. Hann var að basla í leiklistinni og ég var að vinna og ég keypti hans fyrsta matarstell fyrir hann,“ segir Melissa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.