Lífið

Sami læknir tók á móti Camillu og Karli Bretaprins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Karl Bretaprins, 65 ára, heimsótti King's College-sjúkrahúsið í London í gær og talaði afar vel um starfsfólkið. Þá kom í ljós að sami læknir tók á móti honum og eiginkonu hans, Camillu, hertogaynjunni af Cornwall, 66 ára.

„Mín yndislega eiginkona fæddist hér en ótrúlegt en satt voru þá sami fæðingarlæknir og hjúkrunarkonur á vakt og þegar ég fæddist,“ sagði Karl.

Karl fæddist 14. nóvember árið 1948 í Buckingham-höll en Camilla fæddist 17. júlí árið 1947 á sjúkrahúsinu í London þar sem fæðingarlæknir konungsfjölskyldunnar hafði aðstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.