Lífið

Farinn í meðferð eftir framhjáhaldsskandal

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Dean McDermott, 47 ára, er kominn í meðferð að sögn blaðafulltrúa hans.

„Ég sé mjög eftir mistökunum sem ég hef gert og sársaukanum sem ég hef valdið. Ég tek ábyrgð á mínum gjörðum og hef skráð mig í meðferð til að takast á við líkamlega og andlega kvilla. Ég er þakklátur fyrir hjálpina sem ég fæ þannig að ég geti orðið eiginmaðurinn og faðirinn sem fjölskylda mín á skilið,“ stendur í tilkynningu frá Dean.

Dean komst í fréttirnar um jólin síðustu þegar upp komst að hann hefði haldið framhjá eiginkonu sinni, Tori Spelling, 40 ára, með konu að nafni Emily Goodhand, 28 ára, í Toronto í byrjun desember. Tori hefur ekki tjáð sig um málið en þau Dean eiga fjögur börn, Liam, sex ára, Stellu, fimm ára, Hattie, tveggja ára og Finn, sextán mánaða.

Tori og Dean.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.