Lífið

Skyldum krónprinsins fjölgar

Ugla Egilsdóttir skrifar
Prinsinn af Wales við konungleg skyldustörf.
Prinsinn af Wales við konungleg skyldustörf.
Æ fleiri konunglegar skyldur færast á hendur Karli Bretaprinsi. Elísabet Bretadrottning er þó hvergi nærri hætt og ekki er talið líklegt að hún setjist í helgan stein á næstunni. Hún virðist hinsvegar deila fleiri af skyldum sínum með öðrum fjölskyldumeðlimum, sérstaklega krónprinsinum.

Þótt Elísabet sé aldurhnigin hefur heilsu hennar lítið hrakað. Drottningin hefur næstlengsta starfsaldur breskra þjóðhöfðingja í sögunni. Hún hefur verið drottning í 62 ár, og farið í 162 opinberar heimsóknir til annarra landa. Á árinu verður hún 88 ára gömul. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.