Erlent

Óttast frekari blóðsúthellingar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mótmælendur í Kænugarði í nótt.
Mótmælendur í Kænugarði í nótt. vísir/afp
Vitali Klitschko, einn af forsprökkum stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, óttast frekari blóðsúthellingar í landinu.

Margir hafa verið handteknir síðustu vikur í höfuðborginni Kænugarði og féllu tveir mótmælendur í átökum við lögreglu á miðvikudag. Þá segja stjórnarandstæðingar að alls hafi fimm mótmælendur látið lífið í vikunni, en lögregla hefur aðeins staðfest tvö dauðsföll.

Mótmælin hafa staðið yfir síðustu vikur en upphaf þeirra má rekja til þess að Viktor Yanukovych, forseti landsins, neitaði að skrifa undir viðskiptasamning við Evrópusambandið.

Ekkert kom út úr fundi leiðtoga mótmælenda í Úkraínu með Yanukovych sem fram fór í gærkvöldi.

Einn stjórnarandstæðinga sem sat fundinn fullyrðir þó að forsetinn hafi lofað að sleppa mótmælendum úr haldi, en fjölmargir hafa verið teknir höndum síðustu vikurnar í höfuðborginni Kænugarði.

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá mótmælunum í miðborg Kænugarðs.


Live streaming video by Ustream



Fleiri fréttir

Sjá meira


×