Lífið

Afhjúpuðu málverk af Ringo Starr og Júlíusi Agnarssyni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Meðfylgjandi myndir eru frá athöfninni.
Meðfylgjandi myndir eru frá athöfninni. myndir/aðsendar
Aðstandendur tónleika- og sýningarstaðarins Obla di við Frakkastíg 8 halda mikilli tryggð við bresku Bítlana og þeirra tónlistararf.

Málverk af Paul McCartney, John Lennon og George Harrison prýða veggi staðarins og í gærkvöldi var afhjúpað málverk eftir Ómar Stefánsson listmálara af  fjórða meðlimi kvartettsins fræga, Ringo Starr.

Fyrirmyndin af málverkinu var ljósmynd af Ringo Starr sem tekin var baksviðs í Atlavík 1984. Með honum á þeirri ljósmynd Júlíus Agnarsson hljóðmeistari Stuðmanna til margra ára og var afráðið að hann yrði við hlið Ringó á málverkinu , líkt og á ljósmyndinni sem höfð var til hliðsjónar.

Í gærkvöldi var málverkið síðan afhjúpað að viðstöddu fjölmenni, þ.m.t. sonum, systrum og barnsmóður Júlíusar heitins.

Félagar hans úr Stuðmönnum tileinkuðu honum nokkur lög sem flutt voru við þetta tækifæri og síðan sameinuðust eigandinn Davíð Steingrímsson og listmálarinn Ómar Stefánsson við að svipta hulunni af málverkinu við mikinn fögnuð nærstaddra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.