Lífið

Emmsjé Gauti með Huginn og Muninn á bringunni

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Gauti með nýju flúrin.
Gauti með nýju flúrin.
„Ég var að lesa Norræna Goðafræði. Huginn og Muninn, hrafnar Óðins heilluðu mig,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti sem fékk sér nýtt húðflúr í Mótorsmiðjunni í Skipholti í dag. Hann segir þetta hafa verið frekar vont. „Þetta er vondur staður, ég var nálægt því að fella tár,“ útskýrir rapparinn glaðbeittur.



Emmsjé Gauti með nýju plötuna sína Þeyr. Hún kom út fyrir jólin.
Gauti mun spila á Gauk á stöng á styrktartónleikum fyrir Barnaspítala Hringsins 1. febrúar. Ásamt honum koma Úlfur Úlfur, Larry Brd og Kött Grá Pjé fram. Allur ágóði tónleikanna mun renna óskiptur til Barnaspítala Hringsins og tónlistamenn gefa vinnu sína. Þetta er samvinnuverkefni Háskóla Íslands sem nemendur í viðskiptafræðideild skipuleggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.