Engin alvarleg rifrildi Ellý Ármanns skrifar 24. janúar 2014 08:00 Myndir/Hanna Gestsdóttir Systurnar Greta Mjöll og Hófí Samúelsdætur hafa staðið saman á sviði frá unga aldri og keppa nú saman í Söngvakeppninni sem fram fer þann 1. febrúar. Þær segja ekki laust við að systraerjur skjóti upp kollinum á æfingum en gætu ekki án hvor annarrar verið. „Æfingar ganga ótrúlega vel og ég hef góða tilfinningu fyrir þessu“ segir Greta Mjöll og Hófí tekur í sama streng. „Það er mikil gleði í hópnum sem er orðinn vel samstilltur fyrir stóra daginn.“ Systurnar, sem stofnuðu saman hljómsveitina SamSam á síðasta ári, vöktu fyrst athygli landans með laginu Ó María sem ómaði á öldum ljósvakans árið 2006. „Ég þekki eiginlega ekkert annað en að syngja með Hófí og finnst ég alltaf hálf nakin án hennar. Það er ómetanlegt að fá að hafa hana með mér í þessu ævintýri,“ segir Greta sem flytur lagið Eftir eitt lag í Söngvakeppninni og er Hófí ein af þremur bakröddum á sviði. „Það koma nú alveg upp systraerjur,“ segir Hófí og þær hlæja báðar.„Það fer allavega ekki framhjá neinum að við erum systur. Ekki að við séum að hnakkrífast, en við skulum bara orða það þannig að sem betur fer höfum við verið systur lengur en við höfum verið saman í tónlist.“ Greta er sammála því. „Við reynum nú að passa okkur þegar við vinnum með öðru fólki og stundum er betra að skilja systrasamskiptin eftir heima. Þetta er þó aldrei neitt alvarlegt en við erum góðar í því að benda hvor annarri á hvað er hægt að gera betur. Á sama tíma veitum við hvor annarri mikinn stuðning og hrósum óspart.Það besta við að vinna með systur sinni er það að vita að það er einhver á staðnum sem er alltaf með þér í liði sama hvað.“ Hófí segir systrasambandið veita þeim ákveðið forskot í samstarfinu. „Stundum finnst mér eins og við getum lesið hvor aðra án orða, eins og það sé einhver tenging á milli okkar.“ Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Systurnar Greta Mjöll og Hófí Samúelsdætur hafa staðið saman á sviði frá unga aldri og keppa nú saman í Söngvakeppninni sem fram fer þann 1. febrúar. Þær segja ekki laust við að systraerjur skjóti upp kollinum á æfingum en gætu ekki án hvor annarrar verið. „Æfingar ganga ótrúlega vel og ég hef góða tilfinningu fyrir þessu“ segir Greta Mjöll og Hófí tekur í sama streng. „Það er mikil gleði í hópnum sem er orðinn vel samstilltur fyrir stóra daginn.“ Systurnar, sem stofnuðu saman hljómsveitina SamSam á síðasta ári, vöktu fyrst athygli landans með laginu Ó María sem ómaði á öldum ljósvakans árið 2006. „Ég þekki eiginlega ekkert annað en að syngja með Hófí og finnst ég alltaf hálf nakin án hennar. Það er ómetanlegt að fá að hafa hana með mér í þessu ævintýri,“ segir Greta sem flytur lagið Eftir eitt lag í Söngvakeppninni og er Hófí ein af þremur bakröddum á sviði. „Það koma nú alveg upp systraerjur,“ segir Hófí og þær hlæja báðar.„Það fer allavega ekki framhjá neinum að við erum systur. Ekki að við séum að hnakkrífast, en við skulum bara orða það þannig að sem betur fer höfum við verið systur lengur en við höfum verið saman í tónlist.“ Greta er sammála því. „Við reynum nú að passa okkur þegar við vinnum með öðru fólki og stundum er betra að skilja systrasamskiptin eftir heima. Þetta er þó aldrei neitt alvarlegt en við erum góðar í því að benda hvor annarri á hvað er hægt að gera betur. Á sama tíma veitum við hvor annarri mikinn stuðning og hrósum óspart.Það besta við að vinna með systur sinni er það að vita að það er einhver á staðnum sem er alltaf með þér í liði sama hvað.“ Hófí segir systrasambandið veita þeim ákveðið forskot í samstarfinu. „Stundum finnst mér eins og við getum lesið hvor aðra án orða, eins og það sé einhver tenging á milli okkar.“
Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira