Lífið

Hagstofan í hamingjujóga

Ugla Egilsdóttir skrifar
Starfsmenn Hagstofunnar fóru í hamingjujóga í gær hjá Auði Bjarnadóttur í Jógasetrinu. Guðmundur Sigfinnsson stóð að uppákomunni ásamt fleirum. „Hjúkrunarfræðingar mældu blóðþrýsting og kólesteról hjá starfsmönnum Hagstofunnar í vikunni,“ segir Guðmundur í samtali við Fréttablaðið.

„Okkur í starfsmannafélaginu datt í hug að vera með hamingjuviku á sama tíma. Við höfum verið með hamingjutengdar uppákomur alla vikuna sem endar með þorrablóti annað kvöld. Meðal annars verða hamingjuleikar í hádeginu í dag. Þá stjórnar einn starfsmaðurinn hópeflisleikjum.“

Í dag áttu starfmenn Hagstofunnar að koma með hlut í vinnuna sem þeir tengja við hamingju. „Ég verð að viðurkenna að ég gleymdi hlutnum sem ég ætlaði að koma með heima,“ segir Guðmundur. „Meiningin var að koma með gaddahlaupaskó. Þeir minna mig á að einu sinni var ég í góðu formi. Ég er alltaf að stefna á að koma mér í gott form aftur, það er klár hamingja í því að vera í góðu formi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.