Lífið

Á deiti í gegnsæjum kjól

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Glamúrfyrirsætan Carmen Electra, 41 árs, vakti mikla athygli er hún yfirgaf veitingastaðinn Crossroads í Vestur-Hollywood í vikunni.

Carmen klæddist gegnsæjum kjól og engum brjóstahaldara en hún var á deiti með Blink 182-rokkaranum Travis Barker, 38 ára.

Sögusagnir herma að Carmen og Travis séu par en Carmen var síðast með tónlistarmógúlnum Simon Cowell. Það samband endaði í febrúar í fyrra. Travis hefur verið á lausu síðan hann skildi við fegurðardrottninguna Shanna Moakler árið 2008.

Ófeimin.
Djarfur deitklæðnaður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.