Lífið

Geggjaður sombíhrekkur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
The Walking Dead-leikarinn Andrew Lincoln og Vine-stjarnan Nick Santonastasso ákváðu að hrekkja meðleikara Andrews, Norman Reedus í Tókíó.

Nick, sautján ára, er mikill aðdáandi Walking Dead-þáttanna en hann fæddist með Hanhart-heilkenni - einn handlegg og enga fótleggi. Hann hefur slegið í gegn á Vine fyrir sombíhrekki og því var hann fenginn til að hrekkja Norman.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi veit Norman ekkert er hann kemur sér fyrir á hótelherbergi. Hann býst við því að vera að fara í viðtal vegna sjónvarpsþáttanna en annað kemur á daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.