Hin stórefnilega Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 9 mörk þegar Fram sigraði ÍBV 30-22 í Olísdeild kvenna í handbolta í gærkvöldi.
Karl faðir hennar, Júlíus Gunnarsson, var skotfastur með vinstri hendinni en Ragnheiður sveiflar þeirri hægri með sama árangri. Ragnheiður, sem er aðeins 16 ára, hefur spilað mikið í vetur enda yfirgáfu margir sterkir leikmenn Fram eftir síðustu leiktíð.
Þetta er í annað sinn sem Ragnheiður skorar 9 mörk í deildinni í vetur. Stjarnan vann FH í gærkvöldi og hefur þriggja stiga forystu á Val sem vann Selfoss. Fram er 5 stigum á eftir Stjörnunni í þriðja sæti.
