Innlent

Lögreglan furðaði sig á því að fá gögnin frá Vodafone

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Lögreglumenn furðuðu sig á því að hafa fengið svo gömul gögn frá Vodafone.
Lögreglumenn furðuðu sig á því að hafa fengið svo gömul gögn frá Vodafone.
„Sælir, svo ótrúlegt sem það er, þá fengum við þessi svör frá Vodafone.“ Þessi skilaboð fóru milli tveggja lögreglumanna, í tengslum við rannsókn á meintu kynferðisbrotamáli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði samband við Vodafone fyrir hönd lögreglunnar á Akranesi og bað um upplýsingar um símanotkun móður stúlkunnar sem kærði lögreglumann fyrir kynferðisbrot.

Beiðni lögreglu kom í febrúarmánuði árið 2012. Vodafone veitti lögreglu upplýsingar um þrjú símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu frá árinu 2007. Þar kemur fram úr hvaða númeri var hringt, nafn þess sem hringdi, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga er fjarskiptafyrirtækjum aðeins heimilt að geyma slíkar upplýsingar í sex mánuði.

Í tilkynningu frá sem Vodafone sendi frá sér í gær kemur fram að verklagsreglum hjá fyrirtækinu hafi verið breytt í kjölfar málsins. Fyrirtækið harmar að lögum hafi ekki verið framfylgt í þessu tilviki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×