Erlent

Rob Ford ofurölvi á skyndibitastað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rob Ford heldur áfram að hneyksla almenning í Toronto.
Rob Ford heldur áfram að hneyksla almenning í Toronto. nordicphotos/getty
Hinn skrautlegi borgarstjóri Toronto, Rob Ford, kom sér enn einu sinni í fréttirnar vestanhafs þegar myndband náðist af honum ölvuðum á skyndibitastað á sunndaginn.

Seint á síðasta ári sagði Ford í fjölmiðlum að hann væri hættur að neyta áfengis en nú hefur hann játað að hafa farið út með vinum og fengið sér örlítið. Aðspurður hvort hann væri byrjaður aftur að drekka í síðustu viku svaraði hann því neitandi.

Á myndbandinu sést glögglega að borgarstjórinn er nokkuð ölvaður en hann fór mikinn á skyndibitastaðnum og blótaði töluvert.

Borgarstjórnin í Toronto í Kanada ákvað í nóvember að svipta borgarstjórann nær öllum völdum.

Ford hefur verið mikið í sviðsljósinu en hann hefur meðal annars viðurkennt að hafa reykt krakk í borgarstjóratíð sinni auk þess sem myndband birtist af honum þar sem hann hótar manni kvalarfullum dauðdaga.

Í síðustu viku staðfesti Ford að hann ætli sér að bjóða sig aftur fram sem borgarstjóri á næsta kjörtímabili.

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu og hljóðupptöku af viðtali sem var tekið við borgarstjórann í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×