Tónlist

Tónlistarveisla á Gauknum

Eyþór Ingi og Atómskáldin, The Evening Guests og Einar Lövdahl ætla bjóða upp tónleika á Gauknum.
Eyþór Ingi og Atómskáldin, The Evening Guests og Einar Lövdahl ætla bjóða upp tónleika á Gauknum. Mynd/einkasafn
Sannkölluð tónlistarveisla fer fram á Gauknum miðvikudagskvöldið 22. janúar. Þá koma fram Eyþór Ingi og Atómskáldin, The Evening Guests og Einar Lövdahl.

Eyþór Ingi og Atómskáldin mæta með nýtt efni af nýrri plötu sem kom út í Nóvember á síðasta ári. Eyþór Ingi hefur þrátt fyrir ungan aldur fyrir löngu skipað sér meðal allra fremstu söngvara þjóðarinnar og sendir hann nú ásamt hljómsveit sinni frá sér í fyrsta skipti plötu með eigin lagasmíðum.

The Evening Guests er indí popphljómsveit sem stofnuð var af Jökli Erni Jónssyni í Los Angeles árið 2011. Frumburður þeirrar sveitar Not in Kansas anymore, kom út í maí í fyrra. Jökull hefur sett saman íslenska útgáfu af sveitinni sem kom fram á Gauknum fyrir skömmu við frábærar undirtektir.

Einar Lövdahl er 22 ára tónlistarmaður úr Vesturbænum. Tímar án ráða er frumraun hans í plötuútgáfu. Lög af plötunni hafa hljómað í útvarpi síðastliðið árið auk þess sem platan sjálf var plata vikunnar á Rás 2 í september.

Óhætt er að segja að fjölbreytt og hressandi tónleikur séu í vændum. Tónleikarnir sem fara fram á Gauknum hefjast klukkan 21.00 og er frítt inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×