Lífið

Fáir utan af landi í þætti Gísla Marteins

Ugla Egilsdóttir skrifar
Gísli Marteinn Baldursson stýrir þættinum Sunnudagsmorgni á Ríkisútvarpinu.
Gísli Marteinn Baldursson stýrir þættinum Sunnudagsmorgni á Ríkisútvarpinu.
Einungis þrír gestir í þætti Gísla Marteins Baldurssonar af 110 eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í grein eftir Svein Arnarsson sem birtist í vefritinu Akureyri og nefnist Sunnudagsmorgunn og RÚV: Sjónvarp allra landsmanna?. Í henni fer Sveinn yfir hlutföll viðmælenda í þætti Gísla Marteins, Sunnudagsmorgni, eftir búsetu þeirra.

Samkvæmt talningu hans hafa 110 viðmælendur komið í þáttinn. Þar af búa 107 á höfuðborgarsvæðinu, en þrír utan þess.

97.3% á móti 2.7%,“ skrifar Sveinn í grein sinni að hlutfallið sé í prósentum talið. „Tveir af þessum þremur búa erlendis. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Baltasar Kormákur. Baltasar er þó mestmegnis í Skagafirðinum þegar hann er heima.“

Sveinn segir að þetta sé bagalegt, og að eftir að svæðisútvarpið var lagt af hafi Ríkisútvarpið ekki sinnt Akureyringum sem skyldi. Sveinn kallar eftir því að þetta verði bætt, enda sé til að mynda lagður metnaður í að jafna kynjahlutföll í þættinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.