Lífið

Opnun í Ásmundarsafni

Ellý Ármanns skrifar
myndir/kristinn svanur jónsson
Meðfylgjandi myndir voru teknar á opnun sýningarinnar „Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn“ í Ásmundarsafni á laugardaginn var.

Sýningin dregur saman verk eftir níu íslenska samtímalistamenn ásamt abstraktverkum Ásmundar Sveinssonar (1893-1982).

Á sýningunni er vakin athygli á efnistökum Ásmundar frá sjöunda áratugnum og samhljóm hans við starfandi listamenn í dag.

Björk Viggósdóttir og Rannveig Jónsdóttir.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eiga það sameiginlegt að vinna þrívíð verk eða abstrakt rýmisverk. Þeir notast gjarnan við óhefðbundinn efnivið og leyfa efni, formi og rými að stýra efnistökum og lokaútkomu verka sinna. 



Guðmundur Jörundsson og Gunnar Pétursson.
Listamenn sem eiga verk á sýningunni ásamt Ásmundi Sveinssyni eru Áslaug Í. K. Friðjónsdóttir, Baldur Geir Bragason, Björk Viggósdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Ragnar Már Nikulásson, Sólveig Einarsdóttir, Þór Sigurþórsson og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir. 

Berghildur Erla Bernhardsdóttir, Snorri Ásmundsson og Eiríkur Óskarsson.
Hafþór Yngvason hélt tölu.
Baldur Geir Bragason og Þórunn Eva Hallsdóttir.
Þuríður Rós Sigurþórsdóttir og Þór Sigurþórsson.
Katla Rós og Ragnar Már Nikulásson.
Sjá meira um sýninguna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.