Lífið

Uppáhaldsmyndir David Camerons

David Cameron hefur valið sínar uppáhalds myndir.
David Cameron hefur valið sínar uppáhalds myndir. Nordicphotos/Getty
David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur valið sér sínar fimm uppáhalds kvikmyndir. Þær eru misjafnar eins og þær eru margar. Þær myndir sem eru í mestu uppáhaldi hjá kappanum eru hinar sígildu og bresku myndir Lawrence of Arabia ogWhere Eagles Dare.

Þá nefndi hann sígilda mynd eftir Sergio Leone sem ber titilinn The Good, the Bad and the Ugly. Rómantíska kvikmyndin Casablanca hlaut fjórða sætið og óskarsverðlaunamynd Steve Spielbergs,Schindler's List er í fimmta sæti hjá forsætisráðherranum.

Hann sagðist einnig hafa haft gaman að myndinni Shrek 2. Cameron bætti því við að hann væri ekki mikill leikari sjálfur en að bróðir sinn, Alex Cameron væri töluvert betri leikari og að hann hefði verið í öllum skólaleikritunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.