Lífið

Kalla þáttinn fátækraklám

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Heimildarþátturinn Benefits Street er sýndur á sjónvarpsstöðinni Channel 4 í Bretlandi. Hann hefur ekki fengið góðar móttökur þar í landi og kalla margir hann fátækraklám.

Í þættinum er fylgst með íbúum á James Turner-götu í Birmingham en meirihluti íbúanna er á bótum.

Nú er því haldið fram að íbúarnir hafi verið blekktir af Channel 4 og látnir halda að þættirnir ættu að einblína á jákvæðan anda í götunni en ekki eymd fátæka fólksins sem býr þar.

Presturinn Steve Chalke kallaði þáttinn viktoríanskan viðundraþátt í samtali við dagblaðið The Guardian.

„Götunni hefur verið breytt í dýragarð og íbúunum líður eins og sýningardýrum.“ 

Stjórnmálamenn hafa tekið undir þessi orð Steve en Ralph Lee, yfirmaður hjá Channel 4, hefur svarað fyrir sig.

„Framleiðendur hafa unnið með íbúum James Turner-götu í næstum því tvö ár. Við ráðfærðum okkur við þá löngu áður en tökur hófst. Við mynduðum þarna í heilt ár. Framleiðendur komu hreint fram við alla um hvað þátturinn snerist.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.