Lífið

Íhugar að opna strippstað

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Leikarinn Joe Manganiello lék fatafelluna Big Dick Richie í kvikmyndinni Magic Mike og nú virðist sem Joe ætli hugsanlega að opna strippstað.

Joe framleiddi heimildarmyndina La Bare sem fjallar um strippstaði í Dallas og hefur sú framleiðsla dregið dilk á eftir sér.

„Eigandi La Bare hefur beðið mig um að vera með sér í nýjum klúbbi. Við erum að ræða þann viðskiptamöguleika. Mér hefði aldrei dottið í hug að ferillinn minn færi í þessa átt en hér er ég,“ segir Joe í viðtali við Eddie Bauer.

Í hlutverki sínu í Magic Mike.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.