Lífið

Fékk koss frá Leo

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Leikkonan Lupita Nyong'o, 31 árs, hefur hlotið lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína í myndinni 12 Years a Slave og hefur einnig sópað til sín verðlaunum.

Lupita mætti á Producers' Guild-verðlaunahátíðina í gær og hitti hjartaknúsarann Leonardo DiCaprio, 39 ára, á rauða dreglinum.

Vel fór á með þeim Lupitu og Leo og smellti leikarinn kossi á kinn Lupitu fyrir framan ljósmyndarana. Leonardo sparaði líka ekki hrósin og greinilegt að Lupita hefur heillað alla í Hollywood, og um heim allan, upp úr skónum.

Góður koss.
Lupita var í kjól frá Stellu McCartney.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.