Ljóst er að strákarnir okkar í karlalandsliði Íslands í handbolta þurfa að hafa góðar gætur á Kiril Lazarov í viðureign liðanna í milliriðli 1 á Evrópumótinu í Danmörku í dag.
Örvhenta skyttan, sem er á launaskrá hjá stórliði Barcelona á Spáni, hefur skorað 31 mark á mótinu úr 62 skottilraunum sínum. Það svarar til 50 prósenta skotnýtingu en kappinn hefur líka tekið langflest skot allra á mótinu. Enginn á listanum yfir tuttugu markahæstu menn mótsins hefur lakari skotnýtingu en Makedóníumaðurinn skotfasti.
Lazarov hefur eins marks forskot á Hvít-Rússann Siarhei Rutenka sem hefur skorað 30 mörk í 49 tilraunum.
Guðjón Valur Sigurðsson er markahæsti leikmaður Íslands með 28 mörk í 32 skotum sem skilar okkar manni í þriðja sæti á listanum. Aron Pálmarsson er í 10. sæti með 20 mörk og Ásgeir Örn Hallgrímsson er í 13. sæti með 18 mörk. Listann í heild sinni má sjá hér.
Leikur Íslands og Makedóníu hefst klukkan 15 og verður í beinni útvarps- og textalýsingu á Bylgjunni og hér á Vísi. Guðjón Guðmundsson og Henry Birgir Gunnarsson eru með puttann á púlsinum í Herning.
Sá markahæsti í liði mótherja Íslands
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn