Sport

Carroll: Sprengjusveitin ótrúlegur hópur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pete Carroll, þjálfari Seattle Seahawks, er ánægður með hversu öflugan hóp varnarmanna hann er með í sínu liði.

Seattle mætir Denver Broncos í Super Bowl á sunnudagskvöld en einn helsti kostur liðsins er ógnarsterk sendingavörn liðsins.

Hún gengur undir nafninu Sprengjusveitin (e. Legion of Boom) og hefur Seattle-vörnin sýnt allt tímabilið að þeir eru þeir bestu í sínu fagi.

„Þetta er ótrúlegur hópur drengja sem hafa vaxið og þroskast saman. Þeir hafa gert hvorn annan að betri leikmanni,“ sagði Carroll. „Allt eru þetta strákar sem þurftu að vinna sig upp - þeir voru ekki byrjunarliðsmenn.“

John Fox, þjálfari Denver, tók undir þetta á blaðamannafundi í New York í vikunni en leikurinn fer þar fram. „Þetta verður mikil áskorun og mikið tækifæri fyrir okkur að takast á við hana. Við erum allir mjög spenntir.“

Ummæli þeirra Carroll, Fox og Champ Bailey, varnarmanns Denver, á blaðamannafundi í vikunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu ‪#‎NFLisland‬.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×