Lífið

Katy Perry og Madonna tækla fordóma

Madonna
Madonna AFP/NordicPhotos
Art for Freedom er verkefni sem Madonna er í forsvari fyrir, en því er ætlað að stuðla að og efla tjáningarfrelsi. Þannig er fólk hvatt til að skila inn verkum sem standa fyrir eða tákna tjáningarfrelsi.

Sameiginlega munu Katy Perry og Madonna velja það verk sem þeim þykir sýna þetta best og í verðlaun eru $10,000, eða um 1,1 milljón króna.

Myndband sem gefið hefur verið út á vegum verkefnisins Art for Freedom heitir The Peace Sign og má sjá hér að neðan. Myndbandinu er ætlað að sýna það óréttlæti sem LGBT fólk stendur frammi fyrir í Rússlandi, dagana fyrir Ólympíuleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.