Gaman að skapa nýja heima Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. febrúar 2014 09:30 Eva María Daniels Vísir/Vilhelm Eva María Daniels er kvikmyndaframleiðandi í New York. Hún hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna og hefur unnið með sumum frægustu leikstjórum og leikurum heims. Hún stofnaði sitt eigið kvikmyndaframleiðslufyrirtæki árið 2010, Eva Daniels Productions, en starfsemin er í Los Angeles. Hún býr þó í New York og dvelur talsvert í Sviss líka, þar sem hún er meðeigandi í nýju fjárfestinga- og þróunarfyrirtæki. Og svo er hún með annan fótinn á Íslandi. Verkefnin sem hún er að vinna, eru mörg hver æsispennandi, svo ekki sé meira sagt. Stærstu verkefnin framundan eru fjögur, þar af fyrsta kvikmyndin sem Cate Blanchett kemur til með að leikstýra en það er mynd eftir skáldsögu Hermans Koch, sem heitir Kvöldverðurinn. Svo eru í pípunum tvær spennumyndir; önnur með Keanu Reeves í aðalhlutverki, hin með Clive Owen. Þriðja spennumyndin er svo með Bruce Willis í aðalhlutverki, og heitir Captive, en eins og kunnugt er átti Arnold Schwarzenegger að leika aðalhlutverkið í þeirri mynd, en Willis kom inn í staðinn fyrir hann. Tökur á þeirri mynd hefjast í sumar. „Draumurinn var alltaf að starfa í kvikmyndum, en það var ekki fyrr en ég var í háskólanum að læra heimspeki sem ég fór í alvöru að leita mér að kvikmyndaskólum í útlöndum. Ég endaði í skóla í Danmörku. Ég flutti út 22 ára gömul og hef ekki komið heim síðan, nú eru liðin 12 ár. Þetta er auðvitað búið að vera upp og niður þessi 12 ár, en núna gengur mjög vel, maður er bara búinn að vera að vinna sig upp,” segir Eva María, hógvær. Eftir námið í Danmörku flutti Eva til London þar sem hún vann við eftirvinnslu, en það var það sem hún sérhæfði sig í í kvikmyndaskólanum. „Það var dásamlega skemmtilegt tímabil,” segir hún með blik í auga. „Ég ætlaði að verða kvikmyndaklippari og hafði ótrúlegan áhuga á eftirvinnslu.“Yrði aldrei besti klippari í heimi Í London urðu ákveðin straumhvörf í starfsferlinum. „Ég var að klippa stuttmyndir og auglýsingar með og svona – svo var ég fljót að átta mig á því að ég yrði sennilega aldrei besti klippari í heimi en var miklu frekar góð í því að setja saman viðskiptaáætlanir, koma inn með ný tækifæri og tengja fólk. Ég fór því að pæla í því hvernig ég gæti unnið mig upp með þann hæfileika,” útskýrir Eva María. „Ég fór að gera nýjar viðskiptaáætlanir fyrir fyrirtækið í London. Ég hóf að vinna með íslenskum kúnnum þarna úti, til dæmis Saga Film. Eftir tvö ár eða svo, var ég eiginlega komin með hvern einasta augýsingaleikstjóra á Íslandi í litgreiningu og eftirvinnslu til mín,“ útskýrir Eva. „Á þessum tíma var ekki hægt að framkalla filmu og litgreina á Íslandi – það var enn notast mikið við filmu í kvikmyndagerð, áður en stafræn tækni hélt innreið sína. Fyrir það var eiginlega allt sent til Danmerkur í eftirvinnslu. Þarna byrjaði ég sem sagt að vinna með Íslendingum í gegnum auglýsingagerð aðallega, en nokkrar bíómyndir líka. Þannig kynntist ég aðeins fólkinu fyrst sem er hér heima í kvikmyndagerð, í gegnum árin mín í London, en ég bjó þar í tæp fimm ár.“ Á þessum tíma vann Eva einnig að auglýsingaherferðum fyrir kúnna eins og Sony, Levi’s, Nike og Adidas og tók líka að sér verkefni fyrir Madonnu eftir upptöku tónleikaferðalagsins Confessions on a Dancefloor. „Talandi um konu sem veit hvað hún vill og er með athyglina á hreinu á hverju einasta smáatriði - ég hef aldrei unnið með eins miklum fullkomnunarsinna.“ Eva María flutti frá London til New York árið 2007. Þá hafði hún fengið tilboð frá eftirvinnslufyrirtæki þar í borg, og fengið boð að verða yfirmaður í kvikmyndadeildinni. Hún sló til og fékk það hlutverk að sjá um eftirvinnslu fyrir kvikmyndir og vinna með leikstjórum kvikmyndanna milliliðalaust. Þetta var tímabil mikilla breytinga í bransanum, þar sem reyndir leikstjórar og kvikmyndagerðarfólk var að færa sig frá gömlu vinnubrögðunum yfir í stafræna ferlið.Tim Burton kemur til skjalannaOg Eva María heldur áfram. „Einn fyrsti kúnninn minn í New York var Tim Burton og hann hafði aldrei áður búið til bíómynd með þessari nýju stafrænu leið. Ég hafði verið mikill aðdáandi hans og fannst það meiriháttar að sitja við hliðina á honum og fylgjast með vinnubrögðum hans svona nýkomin til New York. Ég vann líka snemma með James Brooks, einum höfundi Simpsons þáttanna. Hann leikstýrði myndum á borð við As Good as it Gets, en ég átti samstarf við hann í annarri mynd sem heitir How Do You Know.“ „Það var mjög lærdómsríkt að vera á setti með honum og fylgjast með vinnubrögðunum. Og auðvitað er ótrúlega gaman að verja vinnudeginum með svona leikstjórum og fá að ráðleggja þeim á tæknilega sviðinu. Það var ótrúleg upplifun og skemmtilegt.” Aðrir leikstjórar sem Eva vann með á þessum tíma voru meðal annarra Spike Jonze, Tony Scott, og Brett Ratner.Á réttum stað á réttum tímaEn hvernig kom það til að hún var allt í einu orðin aðalmanneskjan í öllu þessi ferli? „Ég var bara á réttum stað á réttum tíma,” segir hún brosandi. „Ég var svo mikið að ýta á þetta stafræna ferli, þegar ég var í London, þá var þetta ekki orðin viðtekin venja eins og núna. Þegar menn eru að skjóta stórar auglýsingar erlendis þá er efnið oft ekki minna en í lítilli bíómynd. Ég pressaði sérstaklega á það að setja þannig deild upp og fá auglýsingaleikstjórana til að notast við þetta stafræna ferli. Núna er þetta bara orðið svona. En á þessum tíma, um 2004, var þetta framsækið fyrir auglýsingar og bíómyndir að geta skannað filmuna og látið hana lifa á tölvu þar sem hún var eftirunnin, í staðinn fyrir að þurfa að fara í gegnum allar filmurnar, hverja fyrir sig, á gamla mátan til að leita að ákveðnum atriðum og í hvert sinn sem eitthvað nýtt þurfti að eftirvinna.“ „Þegar ég var að flytja til New York 2007, þá voru margir stórir leikstjórir að nota þetta ferli í fyrsta sinn og það var ómetanlegt að vera þeirra ráðgjafi og að vera komin svona vel inn í stafræna ferlið á þeim tíma,“ heldur Eva María áfram.Yfir á Vesturströndina„Ég var komin á tíma. Ég var búin að vera hjá þessu fyrirtæki í New York í 3 ár. Ég var komin með nóg af eftirvinnslu. Hafði þá verið eingöngu í því í sjö ár og ég sá ekki fyrir mér, að ég kæmist lengra í nákvæmlega því. Ég vildi því hætta og stofna mitt eigið framleiðslufyrirtæki í Los Angeles.“ Fyrstu þrjár myndirnar sem Eva tók þátt í að framleiða í eigin nafni voru THE ROMANTICS með Katie Holmes, Anna Paquin, Josh Duhamel og Elijah Wood í aðalhlutverkum; GOATS með David Duchovny, Vera Farmiga og Ty Burrell í aðalhlutverkum, og WHAT MAISIE KNEW byggð á samnefndri skáldsögu Henry James með Julianne Moore, Alexander Skarsgard og Steve Coogan í aðalhlutverkum. Einnig vann Eva að fjármögnum myndarinnar JOBS sem er leikstýrð af Joshua Stern og Ashton Kutcher fer með aðalhlutverk í, en fyrirtæki Evu stundar líka ráðgjöf á sviði kvikmyndafjármögnunar. „Þessir flutningar voru bara hluti af þessu tíu ára plani mínu sem ég gerði í Reykjavík áður en ég flutti út. Ég ætlaði að búa í Kaupmannahöfn, London, New York og Los Angeles. Núna eru komin 12 ár. Ég er búin að fylgja þessu plani eftir og meira til, reyndar komin aftur til New York, þó svo að fyrirtækið mitt Eva Daniels Productions sé áfram staðsett í Los Angeles. En ég ferðast mikið útaf vinnunni.” Næsta stopp er kvikmyndahátíðin í Berlín núna í næstu viku en Eva sækir einnig kvikmyndahátíðirnar í Cannes, Sundance og Toronto og Los Angeles.Framleiðir frumraun Cate Blanchett við leikstjórnHvað er skemmtilegast við að framleiða bíó? „Ég held að það sé möguleikinn að segja sögur og skapa nýja heima, eða koma mikilvægu málefni á framfæri í gegnum skemmtun.“ „Svo er það þessi blanda viðskipta og listar sem er ótrúlega gefandi. Ég er framleiðandi sem einbeit mér mikið að peningahliðinni en ég skipti mér líka heilmikið af þróun handritanna.“ „Myndina sem ég er að gera núna, Captive, byrjaði ég til að mynda að þróa árið 2010. Ferlið getur verið svo langt og svo margt sem getur komið upp á á leiðinni eins og leikaraskipti, en nú er staðfest að Bruce Willis leikur í myndinni og eigum við loksins að fara í tökur núna í sumar. Svo er ég að þróa nýja mynd með Cate Blanchett sem leikstjóra, The Dinner heitir hún. Sagan er byggð á skáldsögu eftir Herman Koch. Handritið er alveg að smella. Oren Moverman skrifar það, en hann skrifaði og leikstýrði meðal annars The Messenger sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir, en einnig skrifaði hann handritið af myndinni um Bob Dylan, I´m Not There.“ „Það eru forréttindi að fá að starfa með svona fagfólki. Cate hefur verið að fá mikla athygli núna, í kringum Óskarstilnefninguna og fleira, og ég hlakka gríðarlega til að takast á við þetta verkefni.“20% endurgreiðsla ekki nógEva María vill hækka endurgreiðslur hérlendis vegna erlendrar kvikmyndagerðar. Nú eru endurgreiðslur af framleiðslukostnaði til kvikmynda- eða sjónvarpsefnis 20% hér a landi og henni finnst það einfaldlega ekki nóg. Hún bætir við að í sumum fylkjum í Bandaríkjunum sé endurgreiðslan allt að 40%. „Það er svo mikilvægt og ótrúlega gróðvænlegt að fá kvikmyndir hingað inn, en það verður að hækka endurgreiðslur til að gera það fýsilegt fyrir sjálfstæða framleiðendur. Þetta er bara góður bisness, skapar mikla atvinnu og ég tala nú ekki um landkynninguna sem er ómetanleg. Í Kanada til dæmis og mörgum öðrum Evrópulöndum eru styrkir og endurgreiðslur svo miklu hærri að samkeppnin er erfið. Þetta er leið til þess að fá meira erlent fjármagn inn í landið og fullt af því.“ „Það þarf síðan að veita kvikmyndasjóðnum hérna heima meiri athygli og stuðning en svona skerðing eins og átti sér um stað um daginn veldur ríkinu miklu tekjutapi því hver króna sem ríkið leggur í kvikmyndagerð, dregur að sér erlenda fjárfestingu á móti, og er einnig atvinnuskapandi. Landkynningin er gífurleg og tækifæri skapast fyrir íslenskt kvikmyndagerðafólk í útlöndum. Það skilar sér margfalt.“ „Ég hef fundið ótrúlega mikið fyrir því hvað það hefur komið mér áfram að vera frá Íslandi. Það er mikið spurt um Ísland sama hvert maður fer eða hvern maður hittir, Ég finn fyrir gríðarlegum áhuga á landinu, miklu meiri núna en fyrir tólf árum. Það liggur við að þetta sé eins og vera með aukaháskólagráðu í mínum bransa að vera frá Íslandi. Það mun margborga sig að hækka sjóðinn og endurgreiðslurnar,” segir hún, öllu alvarlegri en áður.Ekki laust við áföllEn það gengur ekki alltaf eins og best verður á kosið. Eva hætti í sambúð með fyrrverandi kærasta sínum í desember 2012 þegar þau voru með heimili í Palo Alto þar sem hann starfaði, og í sama mánuði greindist pabbi hennar með krabbamein og mánuði síðar hálfbróðir hennar samfeðra, sem var kominn með fjórða stigs krabbamein allt í einu. „Pabbi dó í ágúst og bróðir minn núna nýlega. Þetta var mér mikið reiðarslag en lætur mann hugsa um hvað er mikilvægast í lífinu og ég finn núna að ég vil vera meira á Íslandi,” segir Eva María, einlæg. Í ársbyrjun 2013 flutti Eva María frá Los Angeles aftur til New York, kom sér fyrir og bjó sér til nýtt og fallegt heimili þar. „Ég er búin að vera mikið á Íslandi undanfarið, miklu meira á síðasta ári en öll hin tólf sem ég hef verið í burtu. Ég sakna Íslands meira og meira og þegar svona nokkuð kemur upp, eins og hefur verið í fjölskyldunni hjá mér, þá langar mig óneitanlega að vera nær þeim og eyða meiri tíma á Íslandi. Svo er borgin orðin svo skemmtileg, lífleg og menningarleg og frábært að bjóða erlendum kúnnum í heimsókn,” bætir Eva María við. En langar hana að vinna á Íslandi? Hún hugsar sig um svolitla stund og segir svo: „Ég er reyndar að vinna að einni mynd með Óskari Jónassyni, leikstjóra, sem verður tekin upp á Íslandi og hlakka mikið til að fá að taka þátt í því. Myndin fjallar um ameríska feðga sem leggja í hrakfallaferð til Íslands, með ösku móðurinnar sem þeir eiga að dreifa yfir leyndardómsfullt stöðuvatn á afskekktum stað,“ útskýrir Eva María og heldur áfram. „Fyrirtækin mín eru erlendis en svo eru öll samskipti orðin svo þægileg í dag, Skype, sími og tölvupóstur – þetta er allt orðið svo auðvelt. Það er auðvelt fyrir mig að vinna hvar sem er. Og það er gott að eiga þann möguleika. Það eru forréttindi,” segir Eva María að lokum. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
Eva María Daniels er kvikmyndaframleiðandi í New York. Hún hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna og hefur unnið með sumum frægustu leikstjórum og leikurum heims. Hún stofnaði sitt eigið kvikmyndaframleiðslufyrirtæki árið 2010, Eva Daniels Productions, en starfsemin er í Los Angeles. Hún býr þó í New York og dvelur talsvert í Sviss líka, þar sem hún er meðeigandi í nýju fjárfestinga- og þróunarfyrirtæki. Og svo er hún með annan fótinn á Íslandi. Verkefnin sem hún er að vinna, eru mörg hver æsispennandi, svo ekki sé meira sagt. Stærstu verkefnin framundan eru fjögur, þar af fyrsta kvikmyndin sem Cate Blanchett kemur til með að leikstýra en það er mynd eftir skáldsögu Hermans Koch, sem heitir Kvöldverðurinn. Svo eru í pípunum tvær spennumyndir; önnur með Keanu Reeves í aðalhlutverki, hin með Clive Owen. Þriðja spennumyndin er svo með Bruce Willis í aðalhlutverki, og heitir Captive, en eins og kunnugt er átti Arnold Schwarzenegger að leika aðalhlutverkið í þeirri mynd, en Willis kom inn í staðinn fyrir hann. Tökur á þeirri mynd hefjast í sumar. „Draumurinn var alltaf að starfa í kvikmyndum, en það var ekki fyrr en ég var í háskólanum að læra heimspeki sem ég fór í alvöru að leita mér að kvikmyndaskólum í útlöndum. Ég endaði í skóla í Danmörku. Ég flutti út 22 ára gömul og hef ekki komið heim síðan, nú eru liðin 12 ár. Þetta er auðvitað búið að vera upp og niður þessi 12 ár, en núna gengur mjög vel, maður er bara búinn að vera að vinna sig upp,” segir Eva María, hógvær. Eftir námið í Danmörku flutti Eva til London þar sem hún vann við eftirvinnslu, en það var það sem hún sérhæfði sig í í kvikmyndaskólanum. „Það var dásamlega skemmtilegt tímabil,” segir hún með blik í auga. „Ég ætlaði að verða kvikmyndaklippari og hafði ótrúlegan áhuga á eftirvinnslu.“Yrði aldrei besti klippari í heimi Í London urðu ákveðin straumhvörf í starfsferlinum. „Ég var að klippa stuttmyndir og auglýsingar með og svona – svo var ég fljót að átta mig á því að ég yrði sennilega aldrei besti klippari í heimi en var miklu frekar góð í því að setja saman viðskiptaáætlanir, koma inn með ný tækifæri og tengja fólk. Ég fór því að pæla í því hvernig ég gæti unnið mig upp með þann hæfileika,” útskýrir Eva María. „Ég fór að gera nýjar viðskiptaáætlanir fyrir fyrirtækið í London. Ég hóf að vinna með íslenskum kúnnum þarna úti, til dæmis Saga Film. Eftir tvö ár eða svo, var ég eiginlega komin með hvern einasta augýsingaleikstjóra á Íslandi í litgreiningu og eftirvinnslu til mín,“ útskýrir Eva. „Á þessum tíma var ekki hægt að framkalla filmu og litgreina á Íslandi – það var enn notast mikið við filmu í kvikmyndagerð, áður en stafræn tækni hélt innreið sína. Fyrir það var eiginlega allt sent til Danmerkur í eftirvinnslu. Þarna byrjaði ég sem sagt að vinna með Íslendingum í gegnum auglýsingagerð aðallega, en nokkrar bíómyndir líka. Þannig kynntist ég aðeins fólkinu fyrst sem er hér heima í kvikmyndagerð, í gegnum árin mín í London, en ég bjó þar í tæp fimm ár.“ Á þessum tíma vann Eva einnig að auglýsingaherferðum fyrir kúnna eins og Sony, Levi’s, Nike og Adidas og tók líka að sér verkefni fyrir Madonnu eftir upptöku tónleikaferðalagsins Confessions on a Dancefloor. „Talandi um konu sem veit hvað hún vill og er með athyglina á hreinu á hverju einasta smáatriði - ég hef aldrei unnið með eins miklum fullkomnunarsinna.“ Eva María flutti frá London til New York árið 2007. Þá hafði hún fengið tilboð frá eftirvinnslufyrirtæki þar í borg, og fengið boð að verða yfirmaður í kvikmyndadeildinni. Hún sló til og fékk það hlutverk að sjá um eftirvinnslu fyrir kvikmyndir og vinna með leikstjórum kvikmyndanna milliliðalaust. Þetta var tímabil mikilla breytinga í bransanum, þar sem reyndir leikstjórar og kvikmyndagerðarfólk var að færa sig frá gömlu vinnubrögðunum yfir í stafræna ferlið.Tim Burton kemur til skjalannaOg Eva María heldur áfram. „Einn fyrsti kúnninn minn í New York var Tim Burton og hann hafði aldrei áður búið til bíómynd með þessari nýju stafrænu leið. Ég hafði verið mikill aðdáandi hans og fannst það meiriháttar að sitja við hliðina á honum og fylgjast með vinnubrögðum hans svona nýkomin til New York. Ég vann líka snemma með James Brooks, einum höfundi Simpsons þáttanna. Hann leikstýrði myndum á borð við As Good as it Gets, en ég átti samstarf við hann í annarri mynd sem heitir How Do You Know.“ „Það var mjög lærdómsríkt að vera á setti með honum og fylgjast með vinnubrögðunum. Og auðvitað er ótrúlega gaman að verja vinnudeginum með svona leikstjórum og fá að ráðleggja þeim á tæknilega sviðinu. Það var ótrúleg upplifun og skemmtilegt.” Aðrir leikstjórar sem Eva vann með á þessum tíma voru meðal annarra Spike Jonze, Tony Scott, og Brett Ratner.Á réttum stað á réttum tímaEn hvernig kom það til að hún var allt í einu orðin aðalmanneskjan í öllu þessi ferli? „Ég var bara á réttum stað á réttum tíma,” segir hún brosandi. „Ég var svo mikið að ýta á þetta stafræna ferli, þegar ég var í London, þá var þetta ekki orðin viðtekin venja eins og núna. Þegar menn eru að skjóta stórar auglýsingar erlendis þá er efnið oft ekki minna en í lítilli bíómynd. Ég pressaði sérstaklega á það að setja þannig deild upp og fá auglýsingaleikstjórana til að notast við þetta stafræna ferli. Núna er þetta bara orðið svona. En á þessum tíma, um 2004, var þetta framsækið fyrir auglýsingar og bíómyndir að geta skannað filmuna og látið hana lifa á tölvu þar sem hún var eftirunnin, í staðinn fyrir að þurfa að fara í gegnum allar filmurnar, hverja fyrir sig, á gamla mátan til að leita að ákveðnum atriðum og í hvert sinn sem eitthvað nýtt þurfti að eftirvinna.“ „Þegar ég var að flytja til New York 2007, þá voru margir stórir leikstjórir að nota þetta ferli í fyrsta sinn og það var ómetanlegt að vera þeirra ráðgjafi og að vera komin svona vel inn í stafræna ferlið á þeim tíma,“ heldur Eva María áfram.Yfir á Vesturströndina„Ég var komin á tíma. Ég var búin að vera hjá þessu fyrirtæki í New York í 3 ár. Ég var komin með nóg af eftirvinnslu. Hafði þá verið eingöngu í því í sjö ár og ég sá ekki fyrir mér, að ég kæmist lengra í nákvæmlega því. Ég vildi því hætta og stofna mitt eigið framleiðslufyrirtæki í Los Angeles.“ Fyrstu þrjár myndirnar sem Eva tók þátt í að framleiða í eigin nafni voru THE ROMANTICS með Katie Holmes, Anna Paquin, Josh Duhamel og Elijah Wood í aðalhlutverkum; GOATS með David Duchovny, Vera Farmiga og Ty Burrell í aðalhlutverkum, og WHAT MAISIE KNEW byggð á samnefndri skáldsögu Henry James með Julianne Moore, Alexander Skarsgard og Steve Coogan í aðalhlutverkum. Einnig vann Eva að fjármögnum myndarinnar JOBS sem er leikstýrð af Joshua Stern og Ashton Kutcher fer með aðalhlutverk í, en fyrirtæki Evu stundar líka ráðgjöf á sviði kvikmyndafjármögnunar. „Þessir flutningar voru bara hluti af þessu tíu ára plani mínu sem ég gerði í Reykjavík áður en ég flutti út. Ég ætlaði að búa í Kaupmannahöfn, London, New York og Los Angeles. Núna eru komin 12 ár. Ég er búin að fylgja þessu plani eftir og meira til, reyndar komin aftur til New York, þó svo að fyrirtækið mitt Eva Daniels Productions sé áfram staðsett í Los Angeles. En ég ferðast mikið útaf vinnunni.” Næsta stopp er kvikmyndahátíðin í Berlín núna í næstu viku en Eva sækir einnig kvikmyndahátíðirnar í Cannes, Sundance og Toronto og Los Angeles.Framleiðir frumraun Cate Blanchett við leikstjórnHvað er skemmtilegast við að framleiða bíó? „Ég held að það sé möguleikinn að segja sögur og skapa nýja heima, eða koma mikilvægu málefni á framfæri í gegnum skemmtun.“ „Svo er það þessi blanda viðskipta og listar sem er ótrúlega gefandi. Ég er framleiðandi sem einbeit mér mikið að peningahliðinni en ég skipti mér líka heilmikið af þróun handritanna.“ „Myndina sem ég er að gera núna, Captive, byrjaði ég til að mynda að þróa árið 2010. Ferlið getur verið svo langt og svo margt sem getur komið upp á á leiðinni eins og leikaraskipti, en nú er staðfest að Bruce Willis leikur í myndinni og eigum við loksins að fara í tökur núna í sumar. Svo er ég að þróa nýja mynd með Cate Blanchett sem leikstjóra, The Dinner heitir hún. Sagan er byggð á skáldsögu eftir Herman Koch. Handritið er alveg að smella. Oren Moverman skrifar það, en hann skrifaði og leikstýrði meðal annars The Messenger sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir, en einnig skrifaði hann handritið af myndinni um Bob Dylan, I´m Not There.“ „Það eru forréttindi að fá að starfa með svona fagfólki. Cate hefur verið að fá mikla athygli núna, í kringum Óskarstilnefninguna og fleira, og ég hlakka gríðarlega til að takast á við þetta verkefni.“20% endurgreiðsla ekki nógEva María vill hækka endurgreiðslur hérlendis vegna erlendrar kvikmyndagerðar. Nú eru endurgreiðslur af framleiðslukostnaði til kvikmynda- eða sjónvarpsefnis 20% hér a landi og henni finnst það einfaldlega ekki nóg. Hún bætir við að í sumum fylkjum í Bandaríkjunum sé endurgreiðslan allt að 40%. „Það er svo mikilvægt og ótrúlega gróðvænlegt að fá kvikmyndir hingað inn, en það verður að hækka endurgreiðslur til að gera það fýsilegt fyrir sjálfstæða framleiðendur. Þetta er bara góður bisness, skapar mikla atvinnu og ég tala nú ekki um landkynninguna sem er ómetanleg. Í Kanada til dæmis og mörgum öðrum Evrópulöndum eru styrkir og endurgreiðslur svo miklu hærri að samkeppnin er erfið. Þetta er leið til þess að fá meira erlent fjármagn inn í landið og fullt af því.“ „Það þarf síðan að veita kvikmyndasjóðnum hérna heima meiri athygli og stuðning en svona skerðing eins og átti sér um stað um daginn veldur ríkinu miklu tekjutapi því hver króna sem ríkið leggur í kvikmyndagerð, dregur að sér erlenda fjárfestingu á móti, og er einnig atvinnuskapandi. Landkynningin er gífurleg og tækifæri skapast fyrir íslenskt kvikmyndagerðafólk í útlöndum. Það skilar sér margfalt.“ „Ég hef fundið ótrúlega mikið fyrir því hvað það hefur komið mér áfram að vera frá Íslandi. Það er mikið spurt um Ísland sama hvert maður fer eða hvern maður hittir, Ég finn fyrir gríðarlegum áhuga á landinu, miklu meiri núna en fyrir tólf árum. Það liggur við að þetta sé eins og vera með aukaháskólagráðu í mínum bransa að vera frá Íslandi. Það mun margborga sig að hækka sjóðinn og endurgreiðslurnar,” segir hún, öllu alvarlegri en áður.Ekki laust við áföllEn það gengur ekki alltaf eins og best verður á kosið. Eva hætti í sambúð með fyrrverandi kærasta sínum í desember 2012 þegar þau voru með heimili í Palo Alto þar sem hann starfaði, og í sama mánuði greindist pabbi hennar með krabbamein og mánuði síðar hálfbróðir hennar samfeðra, sem var kominn með fjórða stigs krabbamein allt í einu. „Pabbi dó í ágúst og bróðir minn núna nýlega. Þetta var mér mikið reiðarslag en lætur mann hugsa um hvað er mikilvægast í lífinu og ég finn núna að ég vil vera meira á Íslandi,” segir Eva María, einlæg. Í ársbyrjun 2013 flutti Eva María frá Los Angeles aftur til New York, kom sér fyrir og bjó sér til nýtt og fallegt heimili þar. „Ég er búin að vera mikið á Íslandi undanfarið, miklu meira á síðasta ári en öll hin tólf sem ég hef verið í burtu. Ég sakna Íslands meira og meira og þegar svona nokkuð kemur upp, eins og hefur verið í fjölskyldunni hjá mér, þá langar mig óneitanlega að vera nær þeim og eyða meiri tíma á Íslandi. Svo er borgin orðin svo skemmtileg, lífleg og menningarleg og frábært að bjóða erlendum kúnnum í heimsókn,” bætir Eva María við. En langar hana að vinna á Íslandi? Hún hugsar sig um svolitla stund og segir svo: „Ég er reyndar að vinna að einni mynd með Óskari Jónassyni, leikstjóra, sem verður tekin upp á Íslandi og hlakka mikið til að fá að taka þátt í því. Myndin fjallar um ameríska feðga sem leggja í hrakfallaferð til Íslands, með ösku móðurinnar sem þeir eiga að dreifa yfir leyndardómsfullt stöðuvatn á afskekktum stað,“ útskýrir Eva María og heldur áfram. „Fyrirtækin mín eru erlendis en svo eru öll samskipti orðin svo þægileg í dag, Skype, sími og tölvupóstur – þetta er allt orðið svo auðvelt. Það er auðvelt fyrir mig að vinna hvar sem er. Og það er gott að eiga þann möguleika. Það eru forréttindi,” segir Eva María að lokum.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira