Íbúðin í Hraunbæ enn innsigluð Hjörtur Hjartarson skrifar 31. janúar 2014 19:15 Rétt tæpum tveimur mánuðum eftir skotárásina í íbúð í Hraunbæ, hafa enn engar endurbætur hafist á íbúðinni. Enn er bráðabirgðar þil fyrir gluggum og blóðslettur í stigaganginum. Óhugnalegt að ganga framhjá þessu á hverjum degi, segja íbúar sem eru orðnir langeygir eftir að framkvæmdir hefjist. Að morgni annars desember í fyrra féll maður í skotbardaga við sérsveit lögreglunnar. Ummerki margra klukkutíma umsáturs sáust bæði utan á fjölbýlishúsinu sem og inni í stigaganginum við Hraunbæ 20. Þar til nýlega, var 20 feta gámur fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem safnað var saman innanstokksmunum úr íbúð hins látna sem og öðru sem tengdist rannsókn málsins. Enn eru þil fyrir gluggum og hefur þannig verið í að verða tvo mánuði. Í stigagangi hússins má greinilega sjá móta fyrir blóðblettum þó teppið hafi verið hreinsað. Ef vel á að vera þarf að rífa teppið af gólfinu, allt frá anddyri upp á aðra hæð þar sem íbúð hins látna er. Fréttastofa náði tali af þremur íbúum í Hraunbæ 20. Enginn þeirra vildi þó koma í viðtal. Allir sýndu þeir því skilning að vanda þyrfti til verka við rannsókn málsins en engu að síður eru þeir orðnir langeygir eftir því umbætur hefjist. Ljóst er að atburðirnir þessa nótt verða ekki auðveldlega þurrkaðir út úr minni þeirra sem á staðnum voru. Að sama skapi má ætla að fyrsta skrefið í að hlutirnir falli í eðlilegt horf sé að hreinsa til ytra umhverfið svo að íbúarnir séu ekki stöðugt minntir á hvað gerðist þessa afdríkaríku nótt. Rannsókn málsins er í höndum ríkissaksóknara. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari sagði í viðtali þann 22.janúar að ekki lægi fyrir hvenær henni lyki. Beðið væri eftir skýrslu frá tæknideild lögreglunnar sem sér meðal annars um að safna saman og greina gögn af vettvangi. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Rétt tæpum tveimur mánuðum eftir skotárásina í íbúð í Hraunbæ, hafa enn engar endurbætur hafist á íbúðinni. Enn er bráðabirgðar þil fyrir gluggum og blóðslettur í stigaganginum. Óhugnalegt að ganga framhjá þessu á hverjum degi, segja íbúar sem eru orðnir langeygir eftir að framkvæmdir hefjist. Að morgni annars desember í fyrra féll maður í skotbardaga við sérsveit lögreglunnar. Ummerki margra klukkutíma umsáturs sáust bæði utan á fjölbýlishúsinu sem og inni í stigaganginum við Hraunbæ 20. Þar til nýlega, var 20 feta gámur fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem safnað var saman innanstokksmunum úr íbúð hins látna sem og öðru sem tengdist rannsókn málsins. Enn eru þil fyrir gluggum og hefur þannig verið í að verða tvo mánuði. Í stigagangi hússins má greinilega sjá móta fyrir blóðblettum þó teppið hafi verið hreinsað. Ef vel á að vera þarf að rífa teppið af gólfinu, allt frá anddyri upp á aðra hæð þar sem íbúð hins látna er. Fréttastofa náði tali af þremur íbúum í Hraunbæ 20. Enginn þeirra vildi þó koma í viðtal. Allir sýndu þeir því skilning að vanda þyrfti til verka við rannsókn málsins en engu að síður eru þeir orðnir langeygir eftir því umbætur hefjist. Ljóst er að atburðirnir þessa nótt verða ekki auðveldlega þurrkaðir út úr minni þeirra sem á staðnum voru. Að sama skapi má ætla að fyrsta skrefið í að hlutirnir falli í eðlilegt horf sé að hreinsa til ytra umhverfið svo að íbúarnir séu ekki stöðugt minntir á hvað gerðist þessa afdríkaríku nótt. Rannsókn málsins er í höndum ríkissaksóknara. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari sagði í viðtali þann 22.janúar að ekki lægi fyrir hvenær henni lyki. Beðið væri eftir skýrslu frá tæknideild lögreglunnar sem sér meðal annars um að safna saman og greina gögn af vettvangi.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira