Innlent

Selur listaverk til að komast í jarðarför ömmu sinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dýrfinna Benita safnar til þess að komast á jarðaför ömmu sinnar.
Dýrfinna Benita safnar til þess að komast á jarðaför ömmu sinnar. mynd/samsett
Dýrfinna Benita Garðarsdóttir hefur staðið fyrir söfnun á fésbókarsíðu sinni síðustu daga en markmiðið er að safna fyrir ferð svo að hún og fjölskyldan hennar geti verið viðstödd jarðarför ömmu hennar á Filippseyjum.

Dýrfinna er listamaður og er því að selja listaverk eftir sjálfan sig.

„Við erum ekkert rosalega efnuð fjölskylda en alla langar ótrúlega að vera viðstaddir jarðarförina hjá ömmu,“ segir Dýrfinna í samtali við Vísi.

„Frændi minn fékk lán og síðan eru allir að leggja saman í púkk til að geta kvatt ömmu. Ég er bara að reyna safna sem mest til að geta aðstoðað. Við erum tíu samtals sem ætlum að ferðast út.“

„Ég verð heima í dag og á morgun og þar getur fólk nálgast myndirnar mínar. Ég hef einnig verið að skutlast út um allan bæ með verk. Ég sendi einnig myndir í pósti fyrir þá sem búa út á landi. Þetta var ótrúlega stuttur fyrirvari og ég hefði aldrei búist við svona viðbrögðum frá fólki.“

„Benita amma mín var svalasta amma í öllum heimi,“ skrifar Dýrfinna á fésbókarsíðu sinni.

„Hún kvaddi heiminn í gærnótt [28. janúar] og er öll fjölskyldan mín að skipuleggja ferð til þess að vera viðstödd vökuna og jarðarförina. Áætlaður tími er eftir viku.“

„Ég fékk ekki tækifæri til að kveðja Afa Vevincio, þegar hann dó árið 2010 og fór ekki með fjölskyldunni í þá ferð.“

„Ef einhver á aura til kaupa list af mér, þá væru þið að gera mér og fjölskyldunni minni fallegan greiða.“

Amma Benita var áttræð þegar hún féll frá. 

Ef fólk vill styrkja málefnið eru reikningsupplýsingar hér að neðan:

kt:140692-2209 rknr: 0314-26-002092.

Hér má sjá tumblr síðu Dýrfinnu og listaverkin hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×