Lífið

Seldist upp á tveimur tímum

David Guetta
David Guetta AFP/NordicPhotos
Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á afmælistónleika FM957 með David Guetta sem haldnir verða þann 16. júní næstkomandi í Laugardalshöll.

„Forsala hófst í morgun kl 10:00 og seldist hún mjög hratt upp eða á tæpum tveimur tímum,“ segir dagskrárstjóri FM 957, Heiðar Austmann.

„Tónleikahaldarar eru að vonum mjög ánægðir með viðbrögðin og þann áhuga sem landsmenn hafa sýnt tónleikum David Guetta“ segir Heiðar jafnframt.

Trond Opsahl, einn eiganda Sky Agency sem flytur tónlistarmanninn inn, segir ekkert fara á milli mála hvers vegna tónlistarmaðurinn sé svo vinsæll.

„Hann gefur sig alltaf 100 prósent í það sem hann gerir og hættir aldrei mínútu fyrr en hann er fullkomlega sáttur.“


Formleg miðasala á tónleikana hefst á midi.is á mánudagsmorgun klukkan 10. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.