Lífið

Slúður uppbyggilegt athæfi

Ugla Egilsdóttir skrifar
Mikið er slúðrað um Lindsay Lohan og Paris Hilton.
Mikið er slúðrað um Lindsay Lohan og Paris Hilton.
Slúður hefur uppbyggileg áhrif á samfélagið samkvæmt nýrri rannsókn. Slúður getur upprætt einelti og hvatt til samvinnu. Þetta gengur þvert á það almenna viðkvæði að slúður sé neikvætt og beri að forðast.

Slúður getur hjálpað fólki að verja sig gegn þeim sem hafa slæman orðstír, og hjálpað til við að endurhæfa eineltisseggi. Dr Matthew Feinberg, einn rannsakendanna, segir að meðal hópa sem slúðra sé sjálfselska síður liðin.

Nánar má fræðast um rannsóknina í grein í The Telegraph






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.