Lífið

Seinfeld aðdáendur undirbúi sig

Jerry Seinfeld
Jerry Seinfeld
Aðdáendur Seinfeld-þáttanna geta nú glaðst, en Jerry Seinfeld sagði í viðtali á CBS að Seinfeld-endurfundir væru á næsta leiti.

Hann sagði ekki nákvæmlega með hvaða sniði hópurinn myndi koma saman á ný, en hann lýsti verkefninu sem stuttu þegar hann var inntur eftir frekari svörum.

Orðrómar fóru á fullt í síðustu viku þegar Seinfeld, Jason Alexander og Larry David sáust á Tom's Restaurant á Upper West Side á Manhattan í New York, veitingastaðnum þar sem Jerry, George, Elaine og Kramer eyddu miklum tíma í þáttunum sívinsælu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.