Íslendingar hesthúsa 160 tonnum af Prins Póló á ári Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2014 16:24 Pólsk auglýsingastofa kom hingað til að kynna sér ást Íslendinga á Prins Póló. Var lengi eina erlenda sælgætið í landinu. Hvert einasta mannsbarn á Íslandi borðar um hálft kíló af Prins Póló á ári en þetta pólska súkkulaðikex hefur verið eitt vinsælasta sælgæti í landinu í tæp sextíu ár. Pólsk auglýsingastofa kom hingað til lands til að vinna auglýsingaherferð og kynningarefni um ást Íslendinga á þessum þjóðarrétti. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá komu pólsku auglýsingastofunnar hingað til lands. En Prins Póló var fyrst flutt til landsins árið 1955 á tímum strangra innflutningshafta, eftir að gerður var vöruskiptasamningur milli Íslands og Póllands, og snúið var á höftin með því að skrá Prinsinn sem kex. Svava Kristjánsdóttir sviðsstjóri hjá heildsölu Ásbjörns Ólafssonar sem flutt hefur kexið inn frá upphafi segir vinsældir þess engan enda ætla að taka. „Nei, vinsældirnar hafa ekki dvínað. Við höfum verið markaðsleiðandi alveg frá upphafi og erum enn. Þó neyslan sé ekki eins mikil á hvern Íslending og hún var á sínum tíma. En þegar mest var í kring um 1970 þá borðaði hver einasti Íslendingur eitt kíló af Prins Póló á ári og það er hálft kíló á mann í dag,“ segir Svava. Það eru því lítil 160 tonn af Prins Póló sem þjóðin hesthúsar á ári hverju. Svava segir að þetta verði að kallast góður árangur í þeirri miklu samkeppni sem ríki við stöðugt fjölbreyttara innlent úrval sem og mikinn innflutning á öðru sælgæti eftir að innflutningshöftum var aflétt árið 1982. Hún segir núverandi stjórnendur Prins Póló kannski ekki hafa áttað sig á sérstöðu Prins Póló á Íslandi. „Ég held þeir hafi ekki alveg áttað sig á þessu fyrr en þeir fóru af stað með þessa herferð og fóru að kynna sér söguna hér á Íslandi. Og þetta kom þeim töluvert á óvart, sérstaklega þessum fjölmiðlamönnum sem voru hér. Þeim fannst þetta mjög skemmtileg saga, hvernig Prins Póló kom til Íslands og hvernig saga þess hefur þróast,“ segir Svava. En um er að ræða stóra auglýsinga- og almannatengslaherferð í fjölmiðlum í Póllandi, m.a. í morgunsjónvarpi.Þannig að Ísland fær þarna fría kynningu út á ást Landans á Prins Póló?„Já, ég held það og ég held að það sé alveg kominn tími til. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir eru að átta sig verulega á vinsældum Prins Póló fyrir utan landssteinana og það er það sem þeir eru líka svolítið stoltir af,“ segir Svava Kristjánsdóttir hjá heildsölu Ásbjörns Ólafssonar. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Sjá meira
Hvert einasta mannsbarn á Íslandi borðar um hálft kíló af Prins Póló á ári en þetta pólska súkkulaðikex hefur verið eitt vinsælasta sælgæti í landinu í tæp sextíu ár. Pólsk auglýsingastofa kom hingað til lands til að vinna auglýsingaherferð og kynningarefni um ást Íslendinga á þessum þjóðarrétti. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá komu pólsku auglýsingastofunnar hingað til lands. En Prins Póló var fyrst flutt til landsins árið 1955 á tímum strangra innflutningshafta, eftir að gerður var vöruskiptasamningur milli Íslands og Póllands, og snúið var á höftin með því að skrá Prinsinn sem kex. Svava Kristjánsdóttir sviðsstjóri hjá heildsölu Ásbjörns Ólafssonar sem flutt hefur kexið inn frá upphafi segir vinsældir þess engan enda ætla að taka. „Nei, vinsældirnar hafa ekki dvínað. Við höfum verið markaðsleiðandi alveg frá upphafi og erum enn. Þó neyslan sé ekki eins mikil á hvern Íslending og hún var á sínum tíma. En þegar mest var í kring um 1970 þá borðaði hver einasti Íslendingur eitt kíló af Prins Póló á ári og það er hálft kíló á mann í dag,“ segir Svava. Það eru því lítil 160 tonn af Prins Póló sem þjóðin hesthúsar á ári hverju. Svava segir að þetta verði að kallast góður árangur í þeirri miklu samkeppni sem ríki við stöðugt fjölbreyttara innlent úrval sem og mikinn innflutning á öðru sælgæti eftir að innflutningshöftum var aflétt árið 1982. Hún segir núverandi stjórnendur Prins Póló kannski ekki hafa áttað sig á sérstöðu Prins Póló á Íslandi. „Ég held þeir hafi ekki alveg áttað sig á þessu fyrr en þeir fóru af stað með þessa herferð og fóru að kynna sér söguna hér á Íslandi. Og þetta kom þeim töluvert á óvart, sérstaklega þessum fjölmiðlamönnum sem voru hér. Þeim fannst þetta mjög skemmtileg saga, hvernig Prins Póló kom til Íslands og hvernig saga þess hefur þróast,“ segir Svava. En um er að ræða stóra auglýsinga- og almannatengslaherferð í fjölmiðlum í Póllandi, m.a. í morgunsjónvarpi.Þannig að Ísland fær þarna fría kynningu út á ást Landans á Prins Póló?„Já, ég held það og ég held að það sé alveg kominn tími til. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir eru að átta sig verulega á vinsældum Prins Póló fyrir utan landssteinana og það er það sem þeir eru líka svolítið stoltir af,“ segir Svava Kristjánsdóttir hjá heildsölu Ásbjörns Ólafssonar.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Sjá meira