Óskarstilnefning dregin til baka Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2014 15:18 Lagið er úr samnefndri kvikmynd sem slegið hefur í gegn hjá kristnum Bandaríkjamönnum. Tilnefning lagsins Alone Yet Not Alone til Óskarsverðlauna hefur verið dregin til baka. Ástæðan er sú að höfundur lagsins, Bruce Broughton, er sagður hafa sent meðlimum tónlistardeildar akademíunnar tölvupósta þar sem hann hvatti þá til að veita laginu sérstaka athygli. Broughton er fyrrverandi yfirmaður deildarinnar og því þykja póstsendingarnar sérstaklega óviðeigandi Verða tilnefningar í flokki bestu laga því aðeins fjórar. Í samtali við Hollywood Reporter segist Broughton vera miður sín yfir ákvörðun akademíunnar, honum hafi gengið gott eitt til. „Ég bað fólk einfaldlega að hlusta á lagið og íhuga málið,“ segir hann. Lagið er úr samnefndri kvikmynd sem slegið hefur í gegn hjá kristnum Bandaríkjamönnum, enda er umfjöllunarefni hennar trúarlegs eðlis. Lagið er flutt af vel þekkti kristinni útvarpskonu, sem stundað hefur trúboð og skrifað fjölda bóka. Lögin sem eftir standa í flokknum eru: Happy (Despicable Me 2) Let It Go (Frozen) Ordinary Love (Mandela: Long Walk to Freedom) The Moon Song (Her) Gríðarlega sjaldgæft er að Óskarstilnefning sé dregin til baka. Það hefur þó gerst áður, en tilnefning kvikmyndarinnar The Godfather í flokki bestu kvikmyndatónlistar var afturkölluð þegar í ljós kom að hluti tónlistarinnar hafði áður verið notaður í annarri kvikmynd. Hlusta má á lagið Alone Yet Not Alone í spilaranum hér fyrir neðan. Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir American Hustle og Gravity fengu flestar tilnefningar Óskarsverðlaunahátíðin fer fram þann 2. mars. 16. janúar 2014 13:30 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tilnefning lagsins Alone Yet Not Alone til Óskarsverðlauna hefur verið dregin til baka. Ástæðan er sú að höfundur lagsins, Bruce Broughton, er sagður hafa sent meðlimum tónlistardeildar akademíunnar tölvupósta þar sem hann hvatti þá til að veita laginu sérstaka athygli. Broughton er fyrrverandi yfirmaður deildarinnar og því þykja póstsendingarnar sérstaklega óviðeigandi Verða tilnefningar í flokki bestu laga því aðeins fjórar. Í samtali við Hollywood Reporter segist Broughton vera miður sín yfir ákvörðun akademíunnar, honum hafi gengið gott eitt til. „Ég bað fólk einfaldlega að hlusta á lagið og íhuga málið,“ segir hann. Lagið er úr samnefndri kvikmynd sem slegið hefur í gegn hjá kristnum Bandaríkjamönnum, enda er umfjöllunarefni hennar trúarlegs eðlis. Lagið er flutt af vel þekkti kristinni útvarpskonu, sem stundað hefur trúboð og skrifað fjölda bóka. Lögin sem eftir standa í flokknum eru: Happy (Despicable Me 2) Let It Go (Frozen) Ordinary Love (Mandela: Long Walk to Freedom) The Moon Song (Her) Gríðarlega sjaldgæft er að Óskarstilnefning sé dregin til baka. Það hefur þó gerst áður, en tilnefning kvikmyndarinnar The Godfather í flokki bestu kvikmyndatónlistar var afturkölluð þegar í ljós kom að hluti tónlistarinnar hafði áður verið notaður í annarri kvikmynd. Hlusta má á lagið Alone Yet Not Alone í spilaranum hér fyrir neðan.
Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir American Hustle og Gravity fengu flestar tilnefningar Óskarsverðlaunahátíðin fer fram þann 2. mars. 16. janúar 2014 13:30 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
American Hustle og Gravity fengu flestar tilnefningar Óskarsverðlaunahátíðin fer fram þann 2. mars. 16. janúar 2014 13:30