Leggur skóna á hilluna fyrir aldur fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2014 12:51 Rakel Dögg brosar út að eyrum í leik með Garðabæjarliðinu. Vísir/Valli Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Þetta tilkynnti hún á Fésbókarsíðu sinni í dag. Rakel er aðeins 27 ára gömul. Rakel Dögg, sem er uppalin hjá Stjörnunni í Garðabæ og á mála hjá félaginu, fékk slæmt höfuðhögg í nóvember sem olli heilahristingi. Síðan hefur hún verið í skoðun hjá sérfræðimenntuðum læknum við höfuðmeiðslum enda hefur hún átt erfitt með að fara í göngutúra án þess að fá verkjaköst í kjölfarið. „Tímabilið er búið hjá mér og ekki er hægt að segja til um hvenær eða jafnvel hvort ég get spilað aftur. Þær fréttir voru þungar enda hefur handbolti verið stór hluti af mínu lífi frá því ég man eftir mér og þegar eitthvað hamlar mér að geta gert það sem ég elska er erfitt að sætta sig við það,“ skrifar Rakel Dögg og staðfestir að með trega og tár í augum sjái hún engan annan kost en að leggja skóna á hilluna.Rakel Dögg með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Serbíu.Vísir/Stefán Rakel Dögg hefur glímt við fjölmörg meiðsli á löngum handboltaferli sínum. „Ég hef handleggsbrotnað, ristarbrotnað, rifbeinsbrotnað, farið í uppskurð á báðum fótleggjum, farið í uppskurð á hægri öxl og það stefndi í aðra aðgerð, dottið úr lið á vinstri öxl, glímt við nárameiðsli í 2 ár og svo að sjálfsögðu slitið bæði hægra og vinstra krossband. Vonbrigðin eru auðvitað alltaf mikil við meiðsli en ástríðan og gleðin við að spila handbolta hefur ávallt drifið mig áfram og hef ég alltaf lagt mig alla fram til að koma til baka sterkari og með enn meiri krafti en áður.“ Hún hefur verið ein allra fremsta handboltakona landsins og spilaði einnig sem atvinnumaður bæði í Danmörku og Noregi. „Margt annað skemmtilegt bíður mín í lífinu en samt er erfitt að horfast í augu við það að mögulega hef ég spilað minn síðasta leik og ekki fengið að hætta á mínum eigin forsendum,“ skrifar Rakel Dögg og rifjar upp, með stolti, skemmtilegan feril sinn. „Ég hef spilað í 10 ár með landsliðinu og tók þátt í að koma landsliðinu í fyrsta skipti á Evrópumót og í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót. Ég hef tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu mínu Stjörnunni, tvíveigis bikarmeistari og þrisvar orðið deildarbikarmeistari,“ skrifar Rakel og ljóst er að titlar hennar í yngri flokkum Stjörnunnar voru ófáir.Rakel fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Valli Rakel Dögg hefur einnig verið heiðruð margoft fyrir frammistöðu sína og var kosin handknattleikskona ársins á Íslandi árið 2007 og íþróttamaður Stjörnunnar sama ár. Í byrjun janúar 2008 var Rakel svo kjörin íþróttamaður Garðabæjar. Ljóst er að Rakel Dögg skilur eftir sig stórt skarð í íslenskum handbolta hvort sem er í félagsliði sínu eða landsliði. Hún hefur hins vegar getið sér gott orð fyrir þjálfun og sem handboltasérfræðingur í sjónvarpi og vonandi fyrir íslenskt handboltasamfélag að hún verði áfram virk í hreyfingunni.Rakel Dögg gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að styðjast við Fésbókarfærslu sína við vinnslu þessarar fréttar. Olís-deild kvenna Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Þetta tilkynnti hún á Fésbókarsíðu sinni í dag. Rakel er aðeins 27 ára gömul. Rakel Dögg, sem er uppalin hjá Stjörnunni í Garðabæ og á mála hjá félaginu, fékk slæmt höfuðhögg í nóvember sem olli heilahristingi. Síðan hefur hún verið í skoðun hjá sérfræðimenntuðum læknum við höfuðmeiðslum enda hefur hún átt erfitt með að fara í göngutúra án þess að fá verkjaköst í kjölfarið. „Tímabilið er búið hjá mér og ekki er hægt að segja til um hvenær eða jafnvel hvort ég get spilað aftur. Þær fréttir voru þungar enda hefur handbolti verið stór hluti af mínu lífi frá því ég man eftir mér og þegar eitthvað hamlar mér að geta gert það sem ég elska er erfitt að sætta sig við það,“ skrifar Rakel Dögg og staðfestir að með trega og tár í augum sjái hún engan annan kost en að leggja skóna á hilluna.Rakel Dögg með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Serbíu.Vísir/Stefán Rakel Dögg hefur glímt við fjölmörg meiðsli á löngum handboltaferli sínum. „Ég hef handleggsbrotnað, ristarbrotnað, rifbeinsbrotnað, farið í uppskurð á báðum fótleggjum, farið í uppskurð á hægri öxl og það stefndi í aðra aðgerð, dottið úr lið á vinstri öxl, glímt við nárameiðsli í 2 ár og svo að sjálfsögðu slitið bæði hægra og vinstra krossband. Vonbrigðin eru auðvitað alltaf mikil við meiðsli en ástríðan og gleðin við að spila handbolta hefur ávallt drifið mig áfram og hef ég alltaf lagt mig alla fram til að koma til baka sterkari og með enn meiri krafti en áður.“ Hún hefur verið ein allra fremsta handboltakona landsins og spilaði einnig sem atvinnumaður bæði í Danmörku og Noregi. „Margt annað skemmtilegt bíður mín í lífinu en samt er erfitt að horfast í augu við það að mögulega hef ég spilað minn síðasta leik og ekki fengið að hætta á mínum eigin forsendum,“ skrifar Rakel Dögg og rifjar upp, með stolti, skemmtilegan feril sinn. „Ég hef spilað í 10 ár með landsliðinu og tók þátt í að koma landsliðinu í fyrsta skipti á Evrópumót og í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót. Ég hef tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu mínu Stjörnunni, tvíveigis bikarmeistari og þrisvar orðið deildarbikarmeistari,“ skrifar Rakel og ljóst er að titlar hennar í yngri flokkum Stjörnunnar voru ófáir.Rakel fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Valli Rakel Dögg hefur einnig verið heiðruð margoft fyrir frammistöðu sína og var kosin handknattleikskona ársins á Íslandi árið 2007 og íþróttamaður Stjörnunnar sama ár. Í byrjun janúar 2008 var Rakel svo kjörin íþróttamaður Garðabæjar. Ljóst er að Rakel Dögg skilur eftir sig stórt skarð í íslenskum handbolta hvort sem er í félagsliði sínu eða landsliði. Hún hefur hins vegar getið sér gott orð fyrir þjálfun og sem handboltasérfræðingur í sjónvarpi og vonandi fyrir íslenskt handboltasamfélag að hún verði áfram virk í hreyfingunni.Rakel Dögg gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að styðjast við Fésbókarfærslu sína við vinnslu þessarar fréttar.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira