Lífið

Margrét Gnarr fékk ástarbréf

Ellý Ármanns skrifar
myndir/einkasafn
„Þetta beið mín á tölvuskjánum á skrifstofunni minni í gær," skrifaði heimsmeistarinn Margrét Edda Gnarr á Facebooksíðuna sína þegar hún birti mynda hér að ofan af fallegu hjarta þar sem á stendur: „elska þig!!“.

Unnusti Margrétar afreksmaðurinn Björn Þorleifur Þorleifsson sem sigraði Reykjavíkurmótið í Taekwondo á dögunum setti þessi fallegu skilaboð á tölvuskjá Margrétar.

„Já núna eru 29 dagar þangað til ég stíg á sviðið," svarar Margrét þegar við spyrjum hana um Arnold Classic mótið sem er framundan og segir þegar talið berst að ástarbréfinu:  „Bjössi sýnir mér gífurlega mikinn stuðning. Hann var að segja mér í gær að hann ætlar að skreppa til Ohio til að sjá mig keppa en hann fer á undan mér út og keppir á Canada Open í Toranto og US open í Las Vegas sem eru rosalega stór Taekwondo mót,“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.