Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu Hrund Þórsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 20:00 Ágúst Ólafur Ágústsson segir krafið svar, þar sem afstaða til líffæragjafa yrði skráð í ökuskírteini, hentuga leið til að fjölga líffæragjöfum. Eins og við höfum sagt frá liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum. „Eins og að halda skrá yfir þá sem vilja gefa sín líffæri. Það hefur reyndar ekki gefist sérstaklega vel til þessa í öðrum löndum,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Engin slík skrá er til á Íslandi en önnur leið sem hægt væri að fara væri að taka upp svokallað krafið svar, en þá yrði fólk krafið svara um hvort það vildi gerast líffæragjafar eftir andlát sitt, til dæmis í skattframtali eða hjá heimilislækni. Í umsögn sinni um ætlað samþykki í fyrra sagði velferðarnefnd ófært annað en að þessi leið yrði könnuð en þó skilaði embætti landlæknis jákvæðri umsögn um ætlað samþykki, án þess að skoða þennan möguleika. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður, lagði á sínum tíma fram þingsályktunartillögu um að fólk yrði krafið svara og þau skráð í ökuskírteini. Hann segir að þannig yrði sjálfsákvörðunarréttur tryggður og að þetta væri mun mildari leið en ætlað samþykki. „Með þessu fáum við fólk til að velta þessu fyrir sér því ég held að það sé hluti af vandanum. Að sama skapi setjum við ættingja ekki í þá stöðu að þurfa að taka þessa erfiðu ákvörðun á sorgarstundu,“ segir Ágúst. Þessi leið krefst góðrar upplýsingagjafar en Ágúst segir að svona yrði afstaða fólks aðgengileg. Þá gæti þetta verið heppileg leið þar sem oft eru það látnir ökumenn sem koma til greina sem líffæragjafar. Evrópulöggjöf heimilar skráningu innlendra viðbótarupplýsinga í ökuskírteini. „Aðalatriði í mínum huga er að tryggja að fólk velti þessu fyrir sér og að fleiri ákveði í kjölfarið á því, að gerast líffæragjafar,“ segir Ágúst. Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Eins og við höfum sagt frá liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum. „Eins og að halda skrá yfir þá sem vilja gefa sín líffæri. Það hefur reyndar ekki gefist sérstaklega vel til þessa í öðrum löndum,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Engin slík skrá er til á Íslandi en önnur leið sem hægt væri að fara væri að taka upp svokallað krafið svar, en þá yrði fólk krafið svara um hvort það vildi gerast líffæragjafar eftir andlát sitt, til dæmis í skattframtali eða hjá heimilislækni. Í umsögn sinni um ætlað samþykki í fyrra sagði velferðarnefnd ófært annað en að þessi leið yrði könnuð en þó skilaði embætti landlæknis jákvæðri umsögn um ætlað samþykki, án þess að skoða þennan möguleika. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður, lagði á sínum tíma fram þingsályktunartillögu um að fólk yrði krafið svara og þau skráð í ökuskírteini. Hann segir að þannig yrði sjálfsákvörðunarréttur tryggður og að þetta væri mun mildari leið en ætlað samþykki. „Með þessu fáum við fólk til að velta þessu fyrir sér því ég held að það sé hluti af vandanum. Að sama skapi setjum við ættingja ekki í þá stöðu að þurfa að taka þessa erfiðu ákvörðun á sorgarstundu,“ segir Ágúst. Þessi leið krefst góðrar upplýsingagjafar en Ágúst segir að svona yrði afstaða fólks aðgengileg. Þá gæti þetta verið heppileg leið þar sem oft eru það látnir ökumenn sem koma til greina sem líffæragjafar. Evrópulöggjöf heimilar skráningu innlendra viðbótarupplýsinga í ökuskírteini. „Aðalatriði í mínum huga er að tryggja að fólk velti þessu fyrir sér og að fleiri ákveði í kjölfarið á því, að gerast líffæragjafar,“ segir Ágúst.
Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00