Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu Hrund Þórsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 20:00 Ágúst Ólafur Ágústsson segir krafið svar, þar sem afstaða til líffæragjafa yrði skráð í ökuskírteini, hentuga leið til að fjölga líffæragjöfum. Eins og við höfum sagt frá liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum. „Eins og að halda skrá yfir þá sem vilja gefa sín líffæri. Það hefur reyndar ekki gefist sérstaklega vel til þessa í öðrum löndum,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Engin slík skrá er til á Íslandi en önnur leið sem hægt væri að fara væri að taka upp svokallað krafið svar, en þá yrði fólk krafið svara um hvort það vildi gerast líffæragjafar eftir andlát sitt, til dæmis í skattframtali eða hjá heimilislækni. Í umsögn sinni um ætlað samþykki í fyrra sagði velferðarnefnd ófært annað en að þessi leið yrði könnuð en þó skilaði embætti landlæknis jákvæðri umsögn um ætlað samþykki, án þess að skoða þennan möguleika. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður, lagði á sínum tíma fram þingsályktunartillögu um að fólk yrði krafið svara og þau skráð í ökuskírteini. Hann segir að þannig yrði sjálfsákvörðunarréttur tryggður og að þetta væri mun mildari leið en ætlað samþykki. „Með þessu fáum við fólk til að velta þessu fyrir sér því ég held að það sé hluti af vandanum. Að sama skapi setjum við ættingja ekki í þá stöðu að þurfa að taka þessa erfiðu ákvörðun á sorgarstundu,“ segir Ágúst. Þessi leið krefst góðrar upplýsingagjafar en Ágúst segir að svona yrði afstaða fólks aðgengileg. Þá gæti þetta verið heppileg leið þar sem oft eru það látnir ökumenn sem koma til greina sem líffæragjafar. Evrópulöggjöf heimilar skráningu innlendra viðbótarupplýsinga í ökuskírteini. „Aðalatriði í mínum huga er að tryggja að fólk velti þessu fyrir sér og að fleiri ákveði í kjölfarið á því, að gerast líffæragjafar,“ segir Ágúst. Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Eins og við höfum sagt frá liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum. „Eins og að halda skrá yfir þá sem vilja gefa sín líffæri. Það hefur reyndar ekki gefist sérstaklega vel til þessa í öðrum löndum,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Engin slík skrá er til á Íslandi en önnur leið sem hægt væri að fara væri að taka upp svokallað krafið svar, en þá yrði fólk krafið svara um hvort það vildi gerast líffæragjafar eftir andlát sitt, til dæmis í skattframtali eða hjá heimilislækni. Í umsögn sinni um ætlað samþykki í fyrra sagði velferðarnefnd ófært annað en að þessi leið yrði könnuð en þó skilaði embætti landlæknis jákvæðri umsögn um ætlað samþykki, án þess að skoða þennan möguleika. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður, lagði á sínum tíma fram þingsályktunartillögu um að fólk yrði krafið svara og þau skráð í ökuskírteini. Hann segir að þannig yrði sjálfsákvörðunarréttur tryggður og að þetta væri mun mildari leið en ætlað samþykki. „Með þessu fáum við fólk til að velta þessu fyrir sér því ég held að það sé hluti af vandanum. Að sama skapi setjum við ættingja ekki í þá stöðu að þurfa að taka þessa erfiðu ákvörðun á sorgarstundu,“ segir Ágúst. Þessi leið krefst góðrar upplýsingagjafar en Ágúst segir að svona yrði afstaða fólks aðgengileg. Þá gæti þetta verið heppileg leið þar sem oft eru það látnir ökumenn sem koma til greina sem líffæragjafar. Evrópulöggjöf heimilar skráningu innlendra viðbótarupplýsinga í ökuskírteini. „Aðalatriði í mínum huga er að tryggja að fólk velti þessu fyrir sér og að fleiri ákveði í kjölfarið á því, að gerast líffæragjafar,“ segir Ágúst.
Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00