Neil Young kemur í júlí Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2014 13:00 Tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. vísir/afp Íslenskir tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. Neil Young er í hávegum hafður meðal margra Íslendinga sem hafa sótt tónleika hans víðs vegar um heim allan en þeir þurfa nú ekki að leita langt yfir skammt. Young kemur með hljómsveit sína Crazy Horse þannig að búast má við talsvert miklu fjöri – að það verði kátt í Höllinni því Crazy Horse eru þekktir fyrir talsvert mikið rokk og ról. Nú er verið að kynna komu söngvarans mikla á blaðamannafundi á Kaffivagninum en Neil Young og Crazy Horse munu koma fram í Nýju Laugardalshöllinni í byrjun júlímánaðar. Þetta er hluti af ATP Festivali, eða ATP tónlistarhátíðinni, og það er Barry Hogan, forsprakki þeirrar hátíðar sem kynnir viðburðinn. Hogan á litríkan feril í tónlistarhaldi en hann stofnaði uppúr árinu 2000 All Tomorrow´s Parties, sem margir tónlistarunnendur þekkja. „Gamall draumur að rætast,“ segir Hogan. „Við höfum verið að eltast við Young árum saman. Og algerlega frábært að fá Crazy Horse með líka. Neil Young spilar með mörgum en það er einstakt að sjá hann með Crazy Horse.“ Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður er hér á blaðamannafundinum og hann kann sér ekki læti, en hann er einhver einlægasti aðdáandi Young sem um getur. ATP tónlistarhátíð var haldin í fyrra við góðan orðstír á herstöðinni en nú koma þar fram Portishead og fleiri hljómsveitir.vísir/afpFerillinn Ferill Neil Young, sem fæddur er 1942 í Kanada, er óvenju glæstur. Hann kom fyrst fram í kanadískri hljómsveit sem stældi Shadows en árið 1966, í miðri hippabylgjunni, flutti hann til Kaliforníu og stofnaði ásamt Stephen Stills og Richie Furay hljómsveitina Buffalo Springfield og hann hefur í raun ekki litið til baka eftir það. Hann gekk til liðs við Crosby, Stills & Nash árið 1969 en fljótlega eftir þetta hóf hann svo glæstan sólóferil. Fyrsta sólóplata hans kom út 1968 og hefur hann sent frá sér 35 stúdíóplötur sem einkennast af óttaleysi tónlistarmannsins við að feta ótroðnar slóðir.Á vefsíðu Rock and Roll Hall of Fame er Neil Young sagður einn af fremstu lagahöfundum og rokkurum sögunnar. Hann hefur verið tekinn inn í the Hall of Fame tvisvar, fyrst sem sólólistamaðurinn Neil Young árið 1995 og svo sem meðlimur Buffalo Springfield árið 1997. Wikipedia rekur feril Youngs allítarlega hér. ATP í Keflavík Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Íslenskir tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. Neil Young er í hávegum hafður meðal margra Íslendinga sem hafa sótt tónleika hans víðs vegar um heim allan en þeir þurfa nú ekki að leita langt yfir skammt. Young kemur með hljómsveit sína Crazy Horse þannig að búast má við talsvert miklu fjöri – að það verði kátt í Höllinni því Crazy Horse eru þekktir fyrir talsvert mikið rokk og ról. Nú er verið að kynna komu söngvarans mikla á blaðamannafundi á Kaffivagninum en Neil Young og Crazy Horse munu koma fram í Nýju Laugardalshöllinni í byrjun júlímánaðar. Þetta er hluti af ATP Festivali, eða ATP tónlistarhátíðinni, og það er Barry Hogan, forsprakki þeirrar hátíðar sem kynnir viðburðinn. Hogan á litríkan feril í tónlistarhaldi en hann stofnaði uppúr árinu 2000 All Tomorrow´s Parties, sem margir tónlistarunnendur þekkja. „Gamall draumur að rætast,“ segir Hogan. „Við höfum verið að eltast við Young árum saman. Og algerlega frábært að fá Crazy Horse með líka. Neil Young spilar með mörgum en það er einstakt að sjá hann með Crazy Horse.“ Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður er hér á blaðamannafundinum og hann kann sér ekki læti, en hann er einhver einlægasti aðdáandi Young sem um getur. ATP tónlistarhátíð var haldin í fyrra við góðan orðstír á herstöðinni en nú koma þar fram Portishead og fleiri hljómsveitir.vísir/afpFerillinn Ferill Neil Young, sem fæddur er 1942 í Kanada, er óvenju glæstur. Hann kom fyrst fram í kanadískri hljómsveit sem stældi Shadows en árið 1966, í miðri hippabylgjunni, flutti hann til Kaliforníu og stofnaði ásamt Stephen Stills og Richie Furay hljómsveitina Buffalo Springfield og hann hefur í raun ekki litið til baka eftir það. Hann gekk til liðs við Crosby, Stills & Nash árið 1969 en fljótlega eftir þetta hóf hann svo glæstan sólóferil. Fyrsta sólóplata hans kom út 1968 og hefur hann sent frá sér 35 stúdíóplötur sem einkennast af óttaleysi tónlistarmannsins við að feta ótroðnar slóðir.Á vefsíðu Rock and Roll Hall of Fame er Neil Young sagður einn af fremstu lagahöfundum og rokkurum sögunnar. Hann hefur verið tekinn inn í the Hall of Fame tvisvar, fyrst sem sólólistamaðurinn Neil Young árið 1995 og svo sem meðlimur Buffalo Springfield árið 1997. Wikipedia rekur feril Youngs allítarlega hér.
ATP í Keflavík Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira