Lífið

Fíkniefnasala Hoffmans leitað

Bjarki Ármannsson skrifar
Hoffman nýbúinn að hljóta Golden Globe verðlaunin árið 2006.
Hoffman nýbúinn að hljóta Golden Globe verðlaunin árið 2006. Vísir/Getty
Lögregla í New York-borg rannsakar enn ótímabært dauðsfall leikarans Philip Seymour Hoffman. Fox News greinir frá því fyrr í dag að lýst sé eftir tveimur mönnum sem sjónarvottur segir hafa selt Hoffman eiturlyf kvöldið sem hann lést.

Óskarsverðlaunahafinn er talinn hafa látist úr of stórum skammti heróins, en samkvæmt New York Post fann lögregla um 70 poka af fíkniefninu í íbúð Hoffmans, auk ógrynni lyfseðilsskyldra lyfja. 

Leikarinn dáði var 46 ára gamall og fannst að sögn með sprautunál enn í handleggnum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×