Sala bíla fer vel af stað Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2014 09:51 Sala Toyota bíla hefur verið með ágætum í byrjun árs. Sala bíla fer af stað með krafti í byrjun árs. Salan í janúar í fólks- og sendibílum nam 606 bílum sem er 21,2% meira en í sama mánuði í fyrra þegar 500 bílar seldust. Ef sala bílaleigubíla er tekin úr þessum tölum þá seldust 492 bílar sem er 19,7% meira en í janúar í fyrra þegar 411 bíla seldust. Það er því mun bjartara yfir bílamarkaði í lok fyrsta mánaðar og vöxturinn meiri en menn voru almennt að spá. Toyota bílar seldust mest í janúar, eða 123 fólksbílar og 12 sendibílar. Af Volkswagen seldust 65 fólksbílar og 10 sendibílar og 64 Nissan bílar seldust í mánuðinum. Af bæði Chevrolet og Kia seldust 33 bílar og 28 Skoda bílar. Af Renault bílum seldust 19 fólksbílar og 16 sendibílar og af Ford 20 fólksbílar og 10 sendibílar. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent
Sala bíla fer af stað með krafti í byrjun árs. Salan í janúar í fólks- og sendibílum nam 606 bílum sem er 21,2% meira en í sama mánuði í fyrra þegar 500 bílar seldust. Ef sala bílaleigubíla er tekin úr þessum tölum þá seldust 492 bílar sem er 19,7% meira en í janúar í fyrra þegar 411 bíla seldust. Það er því mun bjartara yfir bílamarkaði í lok fyrsta mánaðar og vöxturinn meiri en menn voru almennt að spá. Toyota bílar seldust mest í janúar, eða 123 fólksbílar og 12 sendibílar. Af Volkswagen seldust 65 fólksbílar og 10 sendibílar og 64 Nissan bílar seldust í mánuðinum. Af bæði Chevrolet og Kia seldust 33 bílar og 28 Skoda bílar. Af Renault bílum seldust 19 fólksbílar og 16 sendibílar og af Ford 20 fólksbílar og 10 sendibílar.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent