Sport

Arndís Ýr vann götuhlaup í Kaupmannahöfn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arndís Ýr Hafþórsdóttir.
Arndís Ýr Hafþórsdóttir. Mynd/Arndís Ýr Hafþórsdóttir
Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 25 ára hlaupakona úr Fjölni vann 10 km götuhlaup í Kaupmannahöfn í dag. Arndís Ýr keppti fyrir Team Craft á mótinu í dag.

Arndís Ýr kom fyrst í mark á Nike Marathontest 36 mínútum og 12 sekúndum og var næstum því tveimur mínútum á undan næsta keppanda.

„Ég bætti mig um 43 sekúndur í hlaupinu. Ég er að æfa mjög mikið núna og því enn sætara að bæta sig á miklu æfingarálagi," sagði Arndís Ýr mjög ánægð í samtali við Vísi.

„Aðstæður voru mjög góðar, lítill sem enginn vindur og snjórinn var horfinn af götunum. Ég er virkilega ánægð með árangurinn minn, ég stefndi á að hlaupa undir 37 mínútum og náði því og gott betur. Fyrir þetta hlaup var minn besti árangur 36:55 sem er frá árinu 2012," sagði Arndís Ýr.

Arndís Ýr stundar nám í Kaupmannahöfn og er búin að búa þar í eitt og hálft ár.

Úrslit hjá konum í 10 km Nike Marathontest 1:

1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir (Team Craft) 36:12 mínútur

2. Anne Mette Aagard (Sparta) 38:03 mínútur

3. Line Søderlund (NBRO) 38:59 mínútur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×