Handbolti

Fyrsti sigur Aftureldingar í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kara Rún Árnadóttir var markahæst í Selfossliðinu.
Kara Rún Árnadóttir var markahæst í Selfossliðinu. Vísir/Daníel
Afturelding vann langþráðan sigur í Olís-deild kvenna í handbolta í dag þegar liðið vann eins marks sigur á Selfossi, 28-27, í uppgjöri tveggja neðstu liða deildarinnar.

Afturelding var búið að tapa fjórtán fyrstu leikjum sínum í deildinni og var marki undir í hálfleik, 14-15.

Brynja Þorsteinsdóttir, markvörður Aftureldingar, átti mjög góðan leik en hún varði 19 skot í þessum leik. Sara Kristjánsdóttir var markahæst með sex mörk.

Leikmenn Aftureldingar náðu þar með að hefna fyrir eins marks tap í fyrri leiknum á Selfossi en það hefur verið mikil spenna í leikjum liðanna í vetur.

Selfossliðið hefur verið að standa í liðum eftir áramót en náði ekki að vinna sinn fyrsta sigur síðan í októbermánuði.



Afturelding - Selfoss 28-27 (14-15)

Mörk Aftureldingar: Sara Kristjánsdóttir 6, Hekla Daðadóttir 5, Monika Budai 5, Telma Frímannsdóttir 5, Tanja Ösp Þorvaldsdóttir 4, Vigdís Brandsdóttir 2, Íris Sigurðardóttir 1.

Mörk Selfoss: Kara Rún Árnadóttir 5, Carmen Palamariu 5, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4, Þuríður Guðjónsdóttir 4, Hildur Øder Einarsdóttir 3, Thelma Sif Kristjánsdóttir 3, Tinna Soffía Traustadóttir 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×