Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2014 15:51 Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar (t.v.), og Katrín Jakobsdóttir varaformaður. vísir/gva/stefán Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur gengið frá nefndaráliti um náttúruverndarlög þar sem lagt er til að gildistöku þeirra verði frestað til 1. júlí 2015 í stað þess að þau verði felld úr gildi. „Við höfum tilgreint nokkur atriði umfram önnur sem við teljum að þurfi að skoða,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, í samtali við Vísi. „Í mínum huga er það sögulegur viðburður þegar það næst sátt um jafn viðamikið og umdeilt mál og lög um náttúruvernd vissulega eru. Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum.“Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG og varaformaður nefndarinnar, tekur í sama streng. Hún segir í samtali við Vísi að mikil vinna og tími hafi farið í vinnslu málsins. „Þetta var nú ekki lauflétt. Við erum búin að sitja með málið frá því í nóvember og gefa okkur tíma til þess að vinna það. En það er ástæða til að hrósa þessu vinnulagi. Við komumst að því að það var hægt að ná samkomulagi um það að falla frá því að afturkalla lögin. Það hefði að mínu mati verið mikið skref afturábak.“ Katrín segir hina raunverulegu áskorun felast í umræðu um þau atriði sem nefndarmenn eru ekki sammála um eða á því að skoða þurfi betur. Aðspurð segist hún þó vongóð um framhaldið. „Atriðin sem við erum ekki sammála um eru færri en talið var í upphafi, það er mitt mat. Við höfum mikinn efnivið úr þeirri vinnu sem búið er að vinna. Ég fer í þá vinnu af fullum heilindum að ná framförum í þeirri nátturuvernd sem lögin boða.“ Nefndarálitið verður birt á vef Alþingis síðar í dag. Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Sjá meira
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur gengið frá nefndaráliti um náttúruverndarlög þar sem lagt er til að gildistöku þeirra verði frestað til 1. júlí 2015 í stað þess að þau verði felld úr gildi. „Við höfum tilgreint nokkur atriði umfram önnur sem við teljum að þurfi að skoða,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, í samtali við Vísi. „Í mínum huga er það sögulegur viðburður þegar það næst sátt um jafn viðamikið og umdeilt mál og lög um náttúruvernd vissulega eru. Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum.“Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG og varaformaður nefndarinnar, tekur í sama streng. Hún segir í samtali við Vísi að mikil vinna og tími hafi farið í vinnslu málsins. „Þetta var nú ekki lauflétt. Við erum búin að sitja með málið frá því í nóvember og gefa okkur tíma til þess að vinna það. En það er ástæða til að hrósa þessu vinnulagi. Við komumst að því að það var hægt að ná samkomulagi um það að falla frá því að afturkalla lögin. Það hefði að mínu mati verið mikið skref afturábak.“ Katrín segir hina raunverulegu áskorun felast í umræðu um þau atriði sem nefndarmenn eru ekki sammála um eða á því að skoða þurfi betur. Aðspurð segist hún þó vongóð um framhaldið. „Atriðin sem við erum ekki sammála um eru færri en talið var í upphafi, það er mitt mat. Við höfum mikinn efnivið úr þeirri vinnu sem búið er að vinna. Ég fer í þá vinnu af fullum heilindum að ná framförum í þeirri nátturuvernd sem lögin boða.“ Nefndarálitið verður birt á vef Alþingis síðar í dag.
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Sjá meira