Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2014 20:00 Skiptar skoðanir eru innnan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um það að aflétta refsingum við neyslu fíkniefna, eins og heilbrigðisráðherra vill skoða. Þeir sem vilja ganga lengst vilja lögleiða fíkniefni á meðan aðrir vilja stíga varlega til jarðar. Töluverð hugarfarsbreyting hefur átt sér stað í fíkniefnaumræðunni á Íslandi á undanförnum misserum og umræðan er orðin hávær innan veggja Alþingis. Þingflokkur Sjálfstæðismanna ræddi málið á fundi sínum í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði fyrir helgi að hann teldi nauðsynlegt að endurskoða þá refsistefnu sem viðhöfð hefur verið marga undanfarna áratugi varðandi neyslu ólöglegra vímuefna. „Menn eru svosem með sitthvora skoðunina á þessu eða áhersluatriði í þessum málaflokki. Þetta er ekki einfalt. En ég held að menn séu á því að þetta er að minnska kosti að hluta til heilbrigðisvandi sem kannski verður ekki leystur með refsingum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig er í stjórn þingflokksins. Að hluta já, vegna þess að ekki eru allir þeir sem neyta ólöglegra vímuefna fíklar og hvorki þurfa því né óska eftir aðstoð vegna neyslu sinnar. Sjálfur telur Brynjar refsistefnuna ekki til góðs. „Það er auðvitað þannig að öll neysla er ekki endilega vandamál. Þá er aftur spurningin hversu frjálslyndur þú ert. Ég persónulega hef þá skoðun að menn eigi að bera ábyrgð á sínum gerðum. Og ef menn eru í neyslu á þessum efnum, eru þeir það og mega það mín vegna,“ segir Brynjar. Viðhorf séu hins vegar mismunandi innan flokksins þótt hann telji að nú sé einstakt tækifæri til að fara yfir þessi mál. „Ég hef horft upp á það í fyrri störfum mínum (sem hæstaréttarlögmaður) að sjá unga menn kannski árum saman í fangelsi á þeirra mótunartíma. Ég tel það ekki bara til skaða fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélagið í heild,“ segir þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn. Öll minniháttar brot á fíkniefnalöggjöfinni rata inn á sakaskrá, sem getur spillt náms- og atinnutækifærum fólks til framtíðar. „Þetta hefur verið mörgum mjög erfitt. Ég veit það,“ segir Brynjar. Þannig að refsingin í þeim efnum er langt umfram það sem kalla mætti hóflegt? „Já, já. Langt umfram það,“ segir hann. Það sé skynsamlegt að endurskoða öll þess mál og yfirhöfuð telji hann að ekki eigi að refsa fyrir vörslu vímuefnaefna þótt reglur verði að vera um viðskiptin með efnin. „En það bara að neyta, að vera með í vörslu sinni, að menn fái refsingu af þessu tagi fyrir það, er auðvitað miklu meiri refsing en fjársektin eða stuttur fangelsisdómur – er þessi ævilanga refsing,“ segir Brynjar Níelsson. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Skiptar skoðanir eru innnan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um það að aflétta refsingum við neyslu fíkniefna, eins og heilbrigðisráðherra vill skoða. Þeir sem vilja ganga lengst vilja lögleiða fíkniefni á meðan aðrir vilja stíga varlega til jarðar. Töluverð hugarfarsbreyting hefur átt sér stað í fíkniefnaumræðunni á Íslandi á undanförnum misserum og umræðan er orðin hávær innan veggja Alþingis. Þingflokkur Sjálfstæðismanna ræddi málið á fundi sínum í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði fyrir helgi að hann teldi nauðsynlegt að endurskoða þá refsistefnu sem viðhöfð hefur verið marga undanfarna áratugi varðandi neyslu ólöglegra vímuefna. „Menn eru svosem með sitthvora skoðunina á þessu eða áhersluatriði í þessum málaflokki. Þetta er ekki einfalt. En ég held að menn séu á því að þetta er að minnska kosti að hluta til heilbrigðisvandi sem kannski verður ekki leystur með refsingum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig er í stjórn þingflokksins. Að hluta já, vegna þess að ekki eru allir þeir sem neyta ólöglegra vímuefna fíklar og hvorki þurfa því né óska eftir aðstoð vegna neyslu sinnar. Sjálfur telur Brynjar refsistefnuna ekki til góðs. „Það er auðvitað þannig að öll neysla er ekki endilega vandamál. Þá er aftur spurningin hversu frjálslyndur þú ert. Ég persónulega hef þá skoðun að menn eigi að bera ábyrgð á sínum gerðum. Og ef menn eru í neyslu á þessum efnum, eru þeir það og mega það mín vegna,“ segir Brynjar. Viðhorf séu hins vegar mismunandi innan flokksins þótt hann telji að nú sé einstakt tækifæri til að fara yfir þessi mál. „Ég hef horft upp á það í fyrri störfum mínum (sem hæstaréttarlögmaður) að sjá unga menn kannski árum saman í fangelsi á þeirra mótunartíma. Ég tel það ekki bara til skaða fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélagið í heild,“ segir þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn. Öll minniháttar brot á fíkniefnalöggjöfinni rata inn á sakaskrá, sem getur spillt náms- og atinnutækifærum fólks til framtíðar. „Þetta hefur verið mörgum mjög erfitt. Ég veit það,“ segir Brynjar. Þannig að refsingin í þeim efnum er langt umfram það sem kalla mætti hóflegt? „Já, já. Langt umfram það,“ segir hann. Það sé skynsamlegt að endurskoða öll þess mál og yfirhöfuð telji hann að ekki eigi að refsa fyrir vörslu vímuefnaefna þótt reglur verði að vera um viðskiptin með efnin. „En það bara að neyta, að vera með í vörslu sinni, að menn fái refsingu af þessu tagi fyrir það, er auðvitað miklu meiri refsing en fjársektin eða stuttur fangelsisdómur – er þessi ævilanga refsing,“ segir Brynjar Níelsson.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira