Erlent

Samkynhneigður fyrrverandi þingmaður handtekinn í Sotsjí

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vladimir Luxuria
Vladimir Luxuria MYND/AFP
Ítalskur aðgerðasinni segist hafa verið handtekinn í Sotsjí fyrir að hafa borið fána í regnbogalitunum með áróðri fyrir réttindum hinsegin fólks.

Þetta kemur fram í grein Telegraph um málið.

Vladimir Luxuria, sem áður var sat á þingi fyrir ítalska kommúnistaflokkinn, segir á vefsíðu sinni og Twitter að hún hafi verið í varðhaldi klukkutímum saman áður en henni var svo leyft að fara. Hún veit ekki hvort hún hafi verið ákærð.



Áður en Luxuria var handtekin tísti hún: „Ég er í Sotsjí. Regnbogalitaðar kveðjur framan í Pútin“. Lögregluyfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið.

Aðstandendur leikana kannast ekki við málið og lögreglumenn í Sotsjí segja að enginn ítalskur ríkisborgari hafi verið tekinn til yfirheyrslu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×